Auglýsing

Ísland var úti um allt í sjöttu seríu Game of Thrones, við tókum saman nokkrar myndir

Sjöttu þáttaröðinni af Game of Thrones lauk í júní. Tökur á sjöundu þáttaröð fara fram á Íslandi í janúar og munu innihalda sex stóra karaktera úr Game of Thrones, samkvæmt heimildum Nútímans.

Nútíminn tók saman nokkur skjáskot sem sýna Íslandi bregða fyrir í sjöttu þáttaröð. Á skrifstofu Nútímans er nefnilega eldheitur aðdáandi sem vakti á nóttunni til að horfa á þættina á sama tíma og þeir fóru í loftið í Bandaríkjunum.

Hann kom sér í samband við Christopher Newman, framleiðanda þáttanna, og tökumanninn Ella Cassata, sem á heiðurinn á þessum skotum.

 

„Þetta var skotið rétt hjá IKEA en við borðuðum hádegismat þar,“ segir Newman.

Umhverfið hér fyrir ofan var einnig notað í Battle of the Bastards.

Hér höfum við Skessuhorn og jú, Winterfell-kastalann

skessuhorn

Skemmtileg staðreynd: Dróninn sem var notaður til að taka upp þetta skot hrapaði skömmu eftir að þetta var tekið upp.

Hér er menn á röltinu fyrir ofan fossinn við Kirkjufell

kirkjufell-ofan-foss

„Þetta var skotið síðasta daginn í Hvalfirði,“ segir Newman

hvalfjordur

Þetta er einnig skotið í Hvalfirði

hvalfjordur2

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing