Auglýsing

Ísleifur ætlar að senda blaðamanninum húfuna Kötlu: „Ég á nóg af öðrum húfum, nota þessa bara lítið“

Járnsmiðurinn Ísleifur Friðriksson ætlar að senda blaðamanninum Godfrey Hall svarta húfu af gerðinni Katla frá 66°Norður og bregðast þannig við bón þess síðarnefnda í Morgunblaðinu í vikunni.

Líkt og áður hefur komið fram týndi Hall húfunni sinni. Honum þótti afar vænt um hana og var húfan orðin að einskonar vörumerki hans. Þar sem húfan er ekki lengur framleidd og því ekki hægt að kaupa hana biðlaði hann til Íslendinga í gegnum aðsenda grein í Velvakanda.

Sjá einnig: 66°Norður grefur upp sniðið af húfunni Kötlu og bjargar blaðamanninum Godfrey Hall

Ísleifur brást fljótt við, sendi Hall tölvupóst og bauð honum húfuna. Nú hefur blaðamaðurinn svarað tölvupóstinum, sent honum heimilisfangið sitt og ætlar Ísleifur með húfuna á pósthúsið á morgun. Hann segist í samtali við Nútímann skilja blaðamanninn mjög vel, sjálfur vilji hann aðeins klæðast sokkum frá Intersport og þætti verra ef búðin hætti að selja þá.

Að sjálfsögðu, mér fannst þetta bara ekkert mál. Ég á nóg af öðrum húfum,  nota þess bara mjög lítið.

Hall segist í skriflegu svari til Nútímans telja að hann hafi týnt húfunni þegar hann var í Frakklandi. Hann segist meðal annars hafa tekið húfuna með sér til Noregs, Póllands, Ástralíu og Finnlands og því er ljóst að húfan hefur farið víða.

Fyrr í vikunni kom fram að fyrirtækið 66°Norður er búið að grafa upp sniðið að húfunni og ætlar að sauma nýja húfu handa blaðamanninum. Hann verður væntanlega kampakátur með að eignast óvænt tvær húfur. Allt er því gott sem endar vel.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing