Íslendingar á Twitter eru búnir að koma sér vel fyrir víða um heim til þess að fylgjast með úrslitaleik HM í knattspyrnu karla. Þar eigast við Frakkar og Króatar í hörkuleik en staðan í hálfleik er 2-1 fyrir Frökkum.
Króatar eru í úrslitum HM í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar en Frakkar komust þangað síðast 2006 þegar þeir töpuðu fyrir Ítölum í vítaspyrnukeppni.
Íslendingar þekkja vel til þessara liða en Króatar og Íslendingar hafa mæst ótal sinnum á síðustu árum og við vorum með þeim í bæði undan- og riðlakeppni HM. Þá voru það Frakkar sem slógu okkur út á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum.
Það er misjafnt með hverjum fólk heldur en það eru allir að skemmta sér vel yfir leiknum sem hefur boðið upp á mörk og umdeild atvik.
Dóri DNA er búinn að koma sér vel fyrir
https://twitter.com/DNADORI/status/1018511648355692544
Frakkar komust yfir með sjálfsmarki Mandzukic, Berglind Festival fann til með honum
Mandzukic elsku kallinn minn ?
— Berglind Festival (@ergblind) July 15, 2018
Króatar jöfnuðu stuttu síðar og Kristjana var ánægð með markið
Þetta mark hjá Króötum er GEGGJAÐ! Vá! #hmruv
— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) July 15, 2018
Pælið í þessu!
Hversu sturlað verður það ef Króatía verður heimsmeistari en komust ekki beint upp úr riðlinum sínum því að ÍSLAND vann hann??!!
— Auðunn Blöndal (@Auddib) July 15, 2018
Króatar eru í flottari búningum
elska köflótta búninginn
— bergrún (@Bergrun) July 15, 2018
Þorgerður Katrín horfir á leikinn í Þýskalandi
Þýski þulurinn á ZDF heldur með Króötum. Líklega út af Dejan Lovren.
— þorgerður katrín (@thorgkatrin) July 15, 2018
Frakkar fengu umdeilt víti og komust yfir á ný
Eru þá reglurnar skyndilega orðnar þannig að ef boltinn snertir hendi þá er bara alltaf víti? Sama hver eðlileg staða handar sé og af hve stuttu færi? #FotboltiNet
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) July 15, 2018
Aldrei viti
— saevar petursson (@saevarp) July 15, 2018
Shearer brjálaður yfir þessu víti! No way that is deliberate…
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) July 15, 2018
Þessi ákvörðun, annars virkilega góðs dómara jarðaði VAR fyrir mér #hmruv #FRACROA #ReynirÁ
— OliK (@OKristjans) July 15, 2018
Giroud er ekki orðinn heimsmeistari en hann er með flottasta hárið
Hárið á Giroud hefur ekki haggast allan leikinn. Klárlega bezta hár leiksins! #hmruv #FRAKRO pic.twitter.com/nsypvNYzDt
— Íþrottatízkan (@FazJon69) July 15, 2018
Við erum að fá skemmtilegan leik
Úrslitaleikur HM:
2010: eina markið á 113. mín.
2014: eina markið á 116 mín.
2018: þrjú mörk í fyrri hálfleik #hmruv— Hafsteinn ? (@hafsteinneinars) July 15, 2018
Þetta er fullkominn leikur. Mörk. Sjálfsmörk. Flottur klobbi. Bikar í Louis Vuitton buddu. Óþekktarormar að hlaupa inn á völlinn. HVAÐ NÆST??
— Berglind Festival (@ergblind) July 15, 2018
Og við skulum njóta þess því að á morgun verður ekkert HM
Ég að undirbúa mig fyrir að vakna á morgun. HM laus. #HMRUV #FRACROA #WorldCupFinal2018 pic.twitter.com/HlbMtyjMme
— Una Stef (@unastef) July 15, 2018