Það er allt að verða vitlaust á samfélagsmiðlum á Íslandi þessa stundina eftir komu tyrkneska karlalandsliðsins í fótbolta til landsins í gær. Tyrkir eru heldur betur ósáttir við móttökurnar sem karlalandslið þeirra í fótbolta fékk á Keflavíkurflugvelli enónefndur einstaklingur tók viðtal við landsliðsmann Tyrkja með uppþvottabursta. Íslendingar hafa verið duglegir að ræða málið á Twitter en hér að neðan má sjá brot úr umræðunni.
Sjá einnig: Tók viðtal við landsliðsmann Tyrkja með uppþvottabursta og allt varð brjálað
Er að fá ca 20000 hótunarpósta/haturspósta frá Tyrklandi. ? Einhverjir að lenda í þessu???
— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019
Mínir menn í Tyrklandi eitthvað ósáttir við mig, og samt er ég grjótharður Trabzonspor maður??♂️
— gulligull1 (@GGunnleifsson) June 9, 2019
Theodór Elmar er eini maðurinn sem gæti leyst þessar twitter árásir Tyrkja
— Guðmundur Sigurðsson (@gummisig54) June 10, 2019
Aldrei verið tekinn jafnharkalega. https://t.co/00q7LWEECw
— Atli Jasonarson (@atlijas) June 10, 2019
Eru Friðgeir og Tólfan ekki örugglega að kaupa upp lagerinn af uppþvottaburstum fyrir þriðjudaginn?
— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) June 9, 2019
Þetta er genuinely fyndnasta ástæðan fyrir full blown alþjóðlegu vandamáli sem ég man eftir. Guð blessi grínið. pic.twitter.com/07MOjs6bY4
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) June 9, 2019
Tyrkir verða ánægðir með þennan https://t.co/rsRB611Q3o
— Kristinn Þorri (@kthorri) June 10, 2019
Mér finnst fyndið að hugsa til þess að Tyrkir halda að þeir séu móðga okkur með þessari mynd.
Held þeir gera sér ekki grein fyrir að okkur er drull um ef einhver gerir grín að íslenska fánanum pic.twitter.com/cgnnnC65d9— Aron Heiddal (@aronheiddal) June 10, 2019
Það myndi kóróna allt ef við myndum bursta Tyrkina á morgun. #fotboltinet
— Guðmundur Karl Sigurdórsson (@dullari) June 10, 2019
Menn sem taka með sér salernisbursta í handfarangri eru væntanlega vanir því að takast á við smá skítkast og yfirdrull.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) June 10, 2019
Guðlaugur Þór er að hringja nokkur af skrítnustu og erfiðustu símtölum lífs síns akkúrat núna.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) June 10, 2019
Þessi milliríkjadeila er orðin það alvarleg að hún verður varla leyst nema í næstu Eurovision-keppni.
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 9, 2019
I am not the man with the uppvask brush.
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) June 9, 2019
Þessi Tyrkjadeila verður vonandi til þess að aðrar þjóðir hætti þessu ógeðslega svampa veseni og byrji að nota uppþvottabursta
— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) June 10, 2019
https://twitter.com/Snjalli/status/1137857836988424193
Tyrkjahitinm er mættur til mín á twitter, verð á Egilsstöðum næstu 2 daga og Akureyri næstu 2 eftir það svo hef engar áhyggjur, haldið bara áfram að hrauna yfir mig
— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) June 9, 2019
Veit ekkert um þetta vinur. Ég var ekki með burstann. Var í Herjólfi svo ég er með fjarvistasönnun.
— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) June 10, 2019
Ef þú ert ekki búin/n að fá eitthvað sent frá Tyrkja í kvöld, ertu þá á Twitter?
— Páll Óli Ólason (@plolii) June 10, 2019