Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, stal senunni í síðustu viku þegar hann tilkynnti óvart niðurstöðu fundar flokkanna um hrókeringar í ríkisstjórninni.
Sjá einnig: Augnablik kvöldsins var þegar Höskuldur tilkynnti óvart um breytingarnar, sjáðu myndbandið
Þýðandi Modern Family var snöggur til og í þættinum í gær var búið að þýða hugtakið „spoiler alert“, sem notað er til að vara fólk við að maður ljóstri upp einhverju sem gerist t.d. í sjónvarpsþætti sem viðkomandi hefur ekki séð.
Þýðingin var stórkostleg: Höskuldarviðvörun. Talið við Árnastofnun. Þetta steinliggur.
Þýðingin vakti mikla athygli og á Twitter var henni fagnað
Spoiler alert var þýtt sem "Höskuldarviðvörun" í Modern family í kvöld. Well played. ?? #cashljós
— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) April 12, 2016
Spoiler alert = "Höskuldarviðvörun". Snilldarþýðing #modernfamily #stöð2
— Egill Búi (@egillbui) April 12, 2016
Modern Family: "Spoiler alert" þýtt sem "Höskuldarviðvörun#. Bravó þýðandi, bravó! #stod2 pic.twitter.com/rYqxU1Iu0j
— Jóhann Skagfjörð (@joiskag) April 12, 2016
Spoiler alert var þýtt sem Höskuldarviðvörun í Modern Family á Stöð 2 #Höskuldur #cashljós #stod2
— Sævar Þór H. (@saevarth) April 12, 2016
"Höskuldarviðvörun" spotted in the wild í þýðingu dagsins, í Modern family. Vel spilað #spoileralert
— Sigfús Örn (@sigfusorn) April 12, 2016