Niðurstöður nýrrar rannsóknar hafa gefið í skyn að öll áfengisneysla sé skaðleg og að hófleg drykkja áfengis hafi ekki bætandi áhrif á heilsu. Rannsóknin sem var framkvæmd í háskólanum í Washington. Lagt er til að fólk haldi sig alfarið frá áfengi.
Samkvæmt rannsókninni sem er birt í læknatímaritinu Lancet eru dauðsföll 2,8 milljóna árið 2016 rakin til áfengisneyslu. Nánar má lesa um rannsóknina á vef Guardian.
Íslendingar á Twitter hafa brugðist misvel við tíðindunum en sumir ganga svo langt að halda því fram að niðurstöður rannsóknarinnar séu að eyðileggja líf sitt á meðan aðrir hafa ekki miklar áhyggjur og segja að þetta breyti litlu.
Við tókum saman smá brot úr umræðunni
þvílíkur skellur fyrir allt fólkið sem drakk sér til heilsubótar
— ?️onservative teenager (@Thugsbemakinout) August 24, 2018
Nú reynir á að við stöndum með áfenginu
— $v1 (@SveinnKjarval) August 24, 2018
Sjokkerandi fréttir dagsins: Áfengi er ekki hollt og það eru barnaníðingar starfandi í Þjóðkirkjunni með blessun biskups.
Legg til að við hættum að kalla þetta fréttir og förum að kalla þetta staðfestingar á því sem allir vissu.
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) August 24, 2018
Fake News! pic.twitter.com/FpGqzupZuu
— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) August 24, 2018
Niðurstöður þessarar áfengisrannsóknar eru að eyðileggja líf mitt
— Berglind Festival (@ergblind) August 24, 2018
Ég hef drukkið áfengi meirihluta ævi minnar, aldrei nokkurtíman hélt ég að það væri hollt fyrir mig. Næsta mál
— Liljar Þorbjörnsson (@liljarmar) August 24, 2018
https://twitter.com/ill_ob/status/1032928985913679873
Frussaði áfengi út um allt þegar ég las þetta
— $ (@SveinnKjarval) August 24, 2018
Gleðilegan föstudag krakkar! pic.twitter.com/lNemnbrdG9
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) August 24, 2018