Auglýsing

Íslendingar eru byrjaðir að hita upp í Moskvu og stemningin er mögnuð

Íslenskir stuðningsmenn eru byrjaðir að hita upp fyrir stórleikinn gegn Argentínu sem hefst klukkan 13 í dag. Sendiráð Íslands í Moskvu, Íslandsstofa og Tólfan buðu stuðningsfólki íslenska landsliðsins til upphitunar fyrir leikinn í Zaryadye-garðinum í Moskvu í morgun.

Stemningin í garðinum var mögnuð og greinilegt að fólk er tilbúið í slaginn. Tólfan stýrði Víkingaklappi og bræðurnir Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson stigu á svið.

Hér má sjá myndband af stemningunni

Birkir Ólafsson var á svæðinu og tók þetta myndband af Víkingaklappinu

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing