Íslenskir stuðningsmenn eru byrjaðir að hita upp fyrir stórleikinn gegn Argentínu sem hefst klukkan 13 í dag. Sendiráð Íslands í Moskvu, Íslandsstofa og Tólfan buðu stuðningsfólki íslenska landsliðsins til upphitunar fyrir leikinn í Zaryadye-garðinum í Moskvu í morgun.
Stemningin í garðinum var mögnuð og greinilegt að fólk er tilbúið í slaginn. Tólfan stýrði Víkingaklappi og bræðurnir Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson stigu á svið.
Hér má sjá myndband af stemningunni
30,000 Iceland fans in Moscow today.. #VikingClap #ISL #WorldCup#ARGISL ???? pic.twitter.com/JeRZTXWxtN
— TheRealCasuals (@Real_Casuals_66) June 16, 2018
Birkir Ólafsson var á svæðinu og tók þetta myndband af Víkingaklappinu
@FIFAWorldCup Iceland has arrived #VikingClap #WorldCup #FyrirIsland #ARGISL #fotboltinet pic.twitter.com/wik27IzU2I
— Birkir Ólafsson (@Birkanovitz) June 16, 2018