Ísland var með mesta losun koltvísýrings á einstakling af öllum ríkjum innan ESB og EFTA svæðisins árið 2016. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.
Ísland hefur verið í þriðja til fjórða sæti listans frá árinu 2008 en stekkur nú á toppinn en losun vegna aukins flugreksturs og skipaflutninga vegur þar þyngst. Á eftir okkur koma Lúxemborg, Danmörk og Eistland en þróunina má sjá hér að neðan.
Mynd/Hagstofan
Ísland er í níunda til ellefta sæti þegar losun koltvísýrings frá heimilum er skoðuð. Þá er miðað við losun vegna notkunar einkabíla og eldsneytis til hitunar eða eldunar. Nánar má lesa um málið á vef Hagstofunnar.