Auglýsing

Íslendingar opna Dominos í Noregi

Birgir Þór Bieltvedt og félagar hafa opnað fyrsta Dominos-staðinn í Osló í Noregi. Á meðfylgjandi mynd sést auglýsing í norska blaðinu VG sem birtist í morgun og formleg opnun er auglýst.

Magnús Hafliðason, rekstrar- og markaðsstjóri, er ánægður með viðtökurnar:

Erum búnir að opna en á morgun er formleg opnun. Búið að vera brjálað að gera og frábær viðbrögð fra viðskiptavinum.

Eins og fram kom í sumar er ætlunin að opna 50 staði í Noregi. Birgir Þór sagði í viðtali við E24.no í sumar að staðirn­ir í Nor­egi verði eins kon­ar sam­bland af hinu alþjóðlegu Dom­in­os-kon­septi og ís­lensku út­gáf­unni. Á mat­seðlin­um verða vin­sæl­ustu pizzurn­ar í Banda­ríkj­un­um og hér á Íslandi.

Birg­ir Þór rekur einnig Dom­in­os í Dan­mörku og á Íslandi og á rétt­inn á rekstr­in­um í bæði Svíþjóð.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing