Varúð – þessi frétt inniheldur spilliefni fyrir 2.seríu af Ófærð!
Í gærkvöldi var sýndur lokaþáttur annarrar seríu Ófærðar og vakti það athygli áhorfenda að morðið á ástælasta löregluþjóni landsins, Ásgeirs í túlkun Ingvars E. Sigurðssonar, virðist óleyst. Upp hafa komið ýmsar samsæriskenningar og tillögur til betrumbóta frá netverjum sem telja að ekki séu öll kurl komin til grafar hvað varðar morðið á löggunni góðu.
Baltasar Kormákur, höfundur og einn leikstjóri Ófærðar sagði í samtali við RÚV fyrr í vikunni að honum þætti gríðarlega leiðinlegt hvernig fór fyrir Ásgeiri. Vísir greindi frá þessu.
„Mér þykir svo vænt um þessa karaktera og ég verð að biðja fólk fyrirgefningar á þessu með Ásgeir. Við vissum að þetta ætti kannski eftir að koma við marga en viðbrögðin voru rosaleg. Og við verðum bara að sjá hvað er hægt að gera fyrir Ásgeir í framtíðinni,“ sagði Baltasar í kvöldfréttum RÚV.
Nú þegar ljóst er hver morðingi þáttaraðarinnar er og hver ásetningur hans var benda netverjar á að svo virðist sem morðinginn hafi aldrei játað á sig morðið á Ásgeiri. Þá hafa netverjar einnig verið duglegir að benda á að morðingi Ásgeirs hafi verið töluvert þrekvaxnari en hinn granni Stefán.
Er/var þessi Stefán með glútenóþol? Og nýbúinn að stúta einno 16" pizzu? #ófærð pic.twitter.com/DeLozgyHOe
— Mikael Marinó Rivera (@mikaelrivera) February 24, 2019
Sá sem myrti Ásgeir var miklu feitari en Stefán!!! Þetta er ekki búið #ófærð #ófærð3
— Hafthor Helgason (@hshelgason) February 24, 2019
Það pirrar mig vangefið að fá ekki að vita hver drap Ásgeir. Ekki nema það hafi bara verið Stefán í 26 flíspeysum og gám af snickers vinnubuxum. #ófærð
— Hafþór Aron (@Haffi8) February 24, 2019
Áhorfendur voru einnig gríðarlega ósáttir við það að fá ekki fallega útför og kertafleytingu fyrir hinn góðhjartaða lögregluþjón.
Næsta sunnudagskvöld kl. 21.00 verður kertafleyting fyrir Ásgeir á tjörninni. #ófærð
— Viðar Halldórsson (@VidarHalldrsson) February 24, 2019
Baltasar sagði í samtali við RÚV að hann vonaðist til að fá tækifæri á þriðju seríunni og ekki væri útilokað að vinna með persónu Ásgeirs í nýrri seríu. Þá urðu uppi skemmtilegar umræður á Facebook-hópnum Ófærðarstofan um örlög Ásgeirs og hugmyndir um hans eigin þáttaröð náðu góðu flugi.
Balti er dauður fyrir mér #ófærð #ásgeir
— Andri F. Sveinsson (@AndriSveins) February 17, 2019
„Hann hefur unnið hug og hjörtu Ófærðarstofunnar. Við þurfum að fá að vita meira um það gæðablóð. Hverra manna er Ásgeir? Hvaðan kemur hann? Hvað ætlaði hann að elda fyrir „Elly“? Bárður hefur líka verið í miklu uppáhaldi hjá Ófærðarstofunni. Hann á sér örugglega dularfulla og reykmettaða fortíð sem fróðlegt yrði að skyggnast inn í,“ segir Gerður Kristný, skáld í umræðum á hópnum.
Tvítverjar héldu fast í vonina yfir lokaþættinum í gær um að Ásgeir myndi fyrir einhverja galdra snúa aftur á skjáinn.
Brunasár ráðherrans voru miklu dýpri en Ásgeirs og þau sjást varla nokkrum dögum seinna. Ásgeir verður kominn aftur í vinnuna eftir hádegi. #ófærð
— $v1 (@SveinnKjarval) February 24, 2019
ég held í vonina að þau nái að tjasla saman Ásgeir með einhveskonar fiskiroði og að hann komi sterkur inn í lokin #ófærð
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) February 24, 2019
Ásgeir sneri hinsvegar ekki aftur, mörgum til mikillar mæðu. Uppi hafa verið ýmsar hugmyndir um hvernig má koma Ásgeiri aftur til sögunnar.
Söguþráður þriðju seríu er kominn, Balti og Sigurjón farnir á fullt að skrifa með þeim Hallberu og Hólmfríði
Í #ófærð 3 uppgötva þau að Stefán drap ekki Ásgeir og leitin að morðingjanum hefst. Hinrika tilkynnir að sónarmyndin var ekki gömul og hún og Bárður fara í harða forræðisdeilu. Kallarnir í virkjuninni eru líka með eitthvað meira shady business í gangi. Stay tuned.
— HallberaEiríksdóttir (@HallberaE) February 24, 2019
Er alveg á því Bárður hafi drepið Ásgeir..! Hann er nefnilega barnsfaðir (tvíbura?) Hinriku. Já ég er búin að skemma næstu seríu ? #ófærð
— Holmfridur Arnad (@HolmfridurA) February 24, 2019
Góður punktur, fallegt væri að framfylgja þessu.
Hvað varð núna um hjört og nýju kærustuna hans sem Salka Sól leikur? þau eru núna að eignast barn. Hvernig væri að sjá uppeldi barnsins í seríu 3 og skíra það Ásgeir ef að það er strákur? #ófærð
— Tomas Helgi Bergs (@TomasHelgiBergs) February 24, 2019
Og ef ekki það, þá er rapparinn Emmsjé Gauti, sem von á á strák með unnustu sinni Jovönu, beðinn að halda heiðri Ásgeirs á lofti.
https://twitter.com/emmsjegauti/status/1097168035771805696
Enginn hefur snert þjóðina eins og Ásgeir, nema kannski Stella nokkur sem fór í orlof. Netverjar hafa meðal annars líkt dauða Ásgeirs við aðrar þekktar og umdeildar dánarsenur í kvikmyndum og bókmenntum, sem höfðu mikil áhrif á fólk á sínum tíma.
Ef frá er talin Stella í orlofi þá hefur enginn snert þjóðina eins og Ásgeir. Að ekki sé minnst á hann í lokaþættinum er ótrúlegt nema það komi síðar í ljós. Hinrika hefur ekki sagt okkur allt og minn maður Valdimar Örn Flygenring hefur einnig eitthvað á samviskunni #ófærð pic.twitter.com/hEaakWhmjI
— Jóhann Jökull (@jrhusid) February 24, 2019
S3. Morð Ásgeirs er óleyst. Andri byrjar að rannsaka það. Við kynnumst meira Ásgeiri í gegnum flashbacks. Fólkið fær Ásgeir án þess að lífga hann við #ofærð
— Eilífur (@eilifur) February 24, 2019
Hvernig dirfast þau að drepa hann Ásgeir minn #ófærð
— Inga Björns (@tannbursti) February 17, 2019
Það er ekki annað hægt en að minnast aðeins á seinheppni hans elsku Ásgeirs okkar
Sé fyrir mér kómíska spin-off seríu um Ásgeir og klaufaleg vinnubrögð hans.
Serían mætti heita: ÓFÆR ???#ófær #ófærð #ofaerd pic.twitter.com/YVCMgQ710C— Gunnlaugur Jón Ingason (@gunnlaugurjon) February 24, 2019
Ekki eru þó allir sammála því að handritshöfundar Ófærðar hafi ætlað sér að sýna hinn þrekvaxna morðingja Ásgeirs frábrugðinn hinum mjóa Stefáni og að um mistök hafi verið að ræða. Það er þó aldrei að vita og verðum við að bíða spennt eftir þriðju seríu Ófærðar.
Það er ekkert secret plot um það hver drap Ásgeir er frekar viss um að blessaðir handritshöfundarnir gleymdu því bara #ófærð
— вуегк (@einakrona) February 24, 2019
Ljóst er að þjóðin vill réttlæti fyrir Ásgeir sinn og þá er bara að bíða og vona að Balti og félagar færi þjóðinni það sem hún vill.
Það er öllum sama um morð, sjálfsmorð, mannrán, sifjaspell, nauðgun, umhverfisspjöll, o.s.frv. En það að skrifa Ingvar E út úr þáttunum gerir Íslendinga gjörsamlega brjálaða #ofaerð
— Guðni Rúnar Jónsson (@gudnirj) February 25, 2019
Enn aðrir eru ósáttir við hversu lauslega hnútarnir voru bundir um átakanlega ástarsögu Víkings og Ebo og biðla til Balta og félaga að skrifa sérstaka þáttaröð um ástir og örlög drengjanna.
Ásgeir hvað.
Ég vona að næst verði gerð 10 þátta seríu um líf Ebo.#ófærð— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) February 24, 2019
Við ❤️ þig Ásgeir, hvíl í friði
Fyrir Ásgeir, að eilífu í hjarta okkar. #ófærð pic.twitter.com/xSVDQGUL09
— Hreggviður Óli (@HreggiDanger) February 24, 2019