Auglýsing

Netverjar ósáttir við örlög Ásgeirs: „Balti er dauður fyrir mér“

Varúð – þessi frétt inniheldur spilliefni fyrir 2.seríu af Ófærð!

Í gærkvöldi var sýndur lokaþáttur annarrar seríu Ófærðar og vakti það athygli áhorfenda að morðið á ástælasta löregluþjóni landsins, Ásgeirs í túlkun Ingvars E. Sigurðssonar, virðist óleyst. Upp hafa komið ýmsar samsæriskenningar og tillögur til betrumbóta frá netverjum sem telja að ekki séu öll kurl komin til grafar hvað varðar morðið á löggunni góðu.

Baltasar Kormákur, höfundur og einn leikstjóri Ófærðar sagði í samtali við RÚV fyrr í vikunni að honum þætti gríðarlega leiðinlegt hvernig fór fyrir Ásgeiri. Vísir greindi frá þessu.

„Mér þykir svo vænt um þessa karaktera og ég verð að biðja fólk fyrirgefningar á þessu með Ásgeir. Við vissum að þetta ætti kannski eftir að koma við marga en viðbrögðin voru rosaleg. Og við verðum bara að sjá hvað er hægt að gera fyrir Ásgeir í framtíðinni,“ sagði Baltasar í kvöldfréttum RÚV.

Nú þegar ljóst er hver morðingi þáttaraðarinnar er og hver ásetningur hans var benda netverjar á að svo virðist sem morðinginn hafi aldrei játað á sig morðið á Ásgeiri. Þá hafa netverjar einnig verið duglegir að benda á að morðingi Ásgeirs hafi verið töluvert þrekvaxnari en hinn granni Stefán.

Áhorfendur voru einnig gríðarlega ósáttir við það að fá ekki fallega útför og kertafleytingu fyrir hinn góðhjartaða lögregluþjón.

Baltasar sagði í samtali við RÚV að hann vonaðist til að fá tækifæri á þriðju seríunni og ekki væri útilokað að vinna með persónu Ásgeirs í nýrri seríu. Þá urðu uppi skemmtilegar umræður á Facebook-hópnum Ófærðarstofan um örlög Ásgeirs og hugmyndir um hans eigin þáttaröð náðu góðu flugi.

„Hann hef­ur unnið hug og hjörtu Ófærðar­stof­unn­ar. Við þurf­um að fá að vita meira um það gæðablóð. Hverra manna er Ásgeir? Hvaðan kem­ur hann? Hvað ætlaði hann að elda fyr­ir „Elly“? Bárður hef­ur líka verið í miklu upp­á­haldi hjá Ófærðar­stof­unni. Hann á sér ör­ugg­lega dul­ar­fulla og reyk­mettaða fortíð sem fróðlegt yrði að skyggn­ast inn í,“ seg­ir Gerður Krist­ný, skáld í umræðum á hópnum.

Tvítverjar héldu fast í vonina yfir lokaþættinum í gær um að Ásgeir myndi fyrir einhverja galdra snúa aftur á skjáinn.

Ásgeir sneri hinsvegar ekki aftur, mörgum til mikillar mæðu. Uppi hafa verið ýmsar hugmyndir um hvernig má koma Ásgeiri aftur til sögunnar.

Söguþráður þriðju seríu er kominn, Balti og Sigurjón farnir á fullt að skrifa með þeim Hallberu og Hólmfríði 

Góður punktur, fallegt væri að framfylgja þessu.

Og ef ekki það, þá er rapparinn Emmsjé Gauti, sem von á á strák með unnustu sinni Jovönu, beðinn að halda heiðri Ásgeirs á lofti.

https://twitter.com/emmsjegauti/status/1097168035771805696

Enginn hefur snert þjóðina eins og Ásgeir, nema kannski Stella nokkur sem fór í orlof. Netverjar hafa meðal annars líkt dauða Ásgeirs við aðrar þekktar og umdeildar dánarsenur í kvikmyndum og bókmenntum, sem höfðu mikil áhrif á fólk á sínum tíma.

Það er ekki annað hægt en að minnast aðeins á seinheppni hans elsku Ásgeirs okkar 

Ekki eru þó allir sammála því að handritshöfundar Ófærðar hafi ætlað sér að sýna hinn þrekvaxna morðingja Ásgeirs frábrugðinn hinum mjóa Stefáni og að um mistök hafi verið að ræða. Það er þó aldrei að vita og verðum við að bíða spennt eftir þriðju seríu Ófærðar.

Ljóst er að þjóðin vill réttlæti fyrir Ásgeir sinn og þá er bara að bíða og vona að Balti og félagar færi þjóðinni það sem hún vill.

Enn aðrir eru ósáttir við hversu lauslega hnútarnir voru bundir um átakanlega ástarsögu Víkings og Ebo og biðla til Balta og félaga að skrifa sérstaka þáttaröð um ástir og örlög drengjanna.

 

Við ❤️ þig Ásgeir, hvíl í friði 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing