Auglýsing

Íslendingar sem gætu verið aukaleikarar í Chernobyl

Sjónvarpsþættirnir Chernobyl hafa slegið í gegn undanfarnar vikur en þættirnir fjalla um kjarnorkuslysið í Chernobyl árið 1986. Þættirnir hafa fengið sögulega góða dóma og eru með hærri einkunn en nokkur annar sjónvarpsþáttur á vef IMDB.  Baltasar Breki sem Íslendingar þekkja úr annarri seríu af Ófærð, fer með hlutverk í þáttunum, en það hefðu getað verið mun fleiri Íslendingar á meðal leikara.

Að minnsta kosti ef marka má fólkið á Twitter en Theódóra Björk Guðjónsdóttir stofnaði þar þráð á dögunum þar sem hún listar upp þá Íslendinga sem henni finnst að gætu verið aukapersónur í þáttunum. Listinn er stórskemmtilegur og viðeigandi. Aðrir tístarar hafa í kjölfarið tekið þátt og komið með skemmtilegar hugmyndir.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing