Landsmenn taka kassamerkið #12stig alvarlega þegar Eurovision er í sjónvarpinu og það var engin breyting á því í kvöld. Tístunum rigndi inn og það má segja að allt á milli himins og jarðar hafi verið látið flakka.
Nútíminn tók saman brot af því sem gekk á.
Fataval kynnanna þriggja þótti fyrir neðan allar hellur
Ég held að ég hafi aldrei, þá meina ég aldrei, séð svona ljót jakkaföt #12stig
— Margrét Gauja (@MargretGauja) May 11, 2017
Fyrsta atriðið er ekki einu sinni hafið en ég er strax að andast úr herrafatatískukjánahrolli. ? #12stig pic.twitter.com/FcpyRtB1eh
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) May 11, 2017
Verðum við ekki að vona að Austurríki fari áfram?
Ef Austurríki fer áfram ét ég skeggið af bæði Conchitu og þessum slepjugaur #12stig
— Jóhannes Þór (@johannesthor) May 11, 2017
Það besta við Eurovision er að það kemur manni alltaf á óvart
Já. Af því að allir hafa gaman af jóðli. Eins og það væri ekki nóg að vera með vont lag? #ROU #12stig
— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) May 11, 2017
Hollensku systurnar vöktu athygli
"OK hvað getum við gert til að rokka júró? SKERUM ÚR HENNI LUNGAÐ!" #fóstbræðrasketswaitingtohappen #12stig
— Jóhannes Þór (@johannesthor) May 11, 2017
Á fjölskyldufundi: "Hvernig getum við komið ÖLLUM fjölskyldumeðlimum inn í Eurovision 2017? #NED #12stig
— Sólrún Sesselja (@solrunsesselja) May 11, 2017
Erum við komin með töfralausnina?
Næst sendum við eitthvað í "Heyr himna smiður"-stíl og brjótum upp með víkingaklappinu #12stig
— HallberaEiríksdóttir (@HallberaE) May 11, 2017
Söngkonan með tennurnar vakti athygli
Einhversstaðar er dönskum smábæ er kampakátur tannlæknir, sem sennilega hefur verið að ná hátindi ferils síns. #12stig
— Pétur Jónsson (@senordonpedro) May 11, 2017
Ég sé eiginlega ekkert í dönsku gelluna, tennurnar hennar eru svo hvítar að ég fæ ofbirtu í augun. #12stig.
— Kristján J Pétursson (@kpeturss) May 11, 2017
Þegar augun sjá Harry Potter, eyrun segja Jóhanna Guðrún…
https://twitter.com/ulfarviktor/status/862755721829601280
Ég held ég hafi verið í fermingarveislu hjá þessum gaur fyrir þremur helgum… #irl #12stig
— Einar Sv. Tryggvason (@Einarus) May 11, 2017
Augun mín segja Harry Potter en eyrun Jóhanna Guðrún sumarið 1996 #12stig #IRL
— Valgerður Gréta (@ValgerdurGG) May 11, 2017
Þessi írski verður beðinn um skilríki þar til hann kemst á eftirlaun #12stig
— Una Hildardóttir (@unaballuna) May 11, 2017
Hver pumpaði í Gissur Pál?
Viðeigandi að vera hommahatari á glimmerárshátíð samkynhneigðs fjölmiðlafólks. Töff crowd. #12stig
— Pétur Jónsson (@senordonpedro) May 11, 2017
Ákveðin mistök hjá Frikka Dór að úða í sig þessum frönskum og flytja svo til Króatíu #12stig
— Daníel Geir Moritz (@DanelGeirMoritz) May 11, 2017
#12stig nei nú er mér öllum lokið , hver pumpaði í Gissur Pál, plokkaði hann og litaði, ég bara spyr?
— Magnús Þór Bjarnason (@maggibjarna) May 11, 2017
Fara þau ekki yfir hámarksfjölda keppenda á sviðinu með þessum klofna persónuleika söngvarans? Dómari?! #cro #12stig
— Einar Sv. Tryggvason (@Einarus) May 11, 2017
Nýbökuðu móðurinni og snapparanum Guðrúnu Veigu var blandað inn í umræðuna
https://twitter.com/ulfarviktor/status/862760090637668352