Mjólkursamsalan birtir heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í dag með yfirlýsingu frá íslenskum kúabændum:
Eins og Nútíminn greindi frá í gær þá eru samkeppnisaðilar MS byrjaðir að selja meira eftir að Samkeppniseftirlitið sektaði MS um 370 milljónir fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Þá greindi Vísir frá því í gær að almannatengill hafi verið fenginn til að hjálpa við að „mæta árásum“ eins og Guðni Ágústsson orðaði það.
Örskýring: Samkeppniseftirlitið sektar MS
Flennistór mynd af kú á grænu grasi prýðir auglýsinguna sem hefst á orðunum: „Eigendur Mjólkursamsölunnar erum við — 650 íslenskir kúabændr og fjölskyldur okkar víðsvegar um landið.“
Og yfirlýsingin heldur áfram:
Tilgangur okkar með rekstri Mjólkursamsölunnar er að safna saman mjólkinni sem við framleiðum, vinna úr henni fjölbreyttar vörur og koma þeim til neytenda með sem minnstum tilkostnaði. Á undanförnum árum hefur okkur tekist að lækka kostnað og skila ávinningi til neytenda. Við rekum Mjólkursamsöluna ekki út frá arðsemissjónarmiði. Við stefnum jafnan að rekstrarafgangi sem stendur undir endurnýjun og vöruþróun. Við nýtum allan frekar árangur í rekstri til að halda aftur af verðhækkunu á mjólkurvörum í heildsölu. Við erum þakklátir neytendum fyrir góð samskipti.