Íslensk hjón létust þegar einkaflugvél skall til jarðar við Múlakot í Fljótshlíð um klukkan 20:30 á sunnudagskvöld. Einn sonur þeirra lést einnig í slysinu og annar sonur þeirra og tengdadóttir liggja alvarlega slösuð á Landspítalanum. Líðan þeirra er stöðug samkvæmt lögreglunni en þetta kemur fram á Vísi.
Vettvangsrannsókn slyssins lauk í gærmorgun en ekki er vitað hvað olli slysinu. Búist er við því að rannsókn taki nokkrar vikur. Frá því á sunnudagskvöld hefur verið rætt við vitni og aðstandendur fólksins og viðbragðsteymi Rauða kross Íslands var virkjað til að veita þeim sálrænan stuðning.