Auglýsing

Íslensk ruslatunna vekur athygli á Twitter: „Höldum Reykjavík hreinni”

Bretinn Matt Ellwood er mikill Íslandsvinur. Hann er nokkuð vinsæll á samfélagsmiðlum þar sem hann deilir myndum frá ferðalögum sínum. Hann er nú staddur á Íslandi og mynd sem hann deildi á Twitter aðgangi sínum í gær hefur slegið í gegn.

Á myndinni má sjá ruslatunnu í Reykjavík þar sem borgarbúar og ferðamenn eru beðnir um að halda borginni hreinni.

Þeim er bent á að gera það meðal annars með því að henda öllum fordómum sínum í ruslið. Kynþáttafordómar, hómófóbía og kynjamisrétti eru allt hlutir sem eiga heima í ruslinu.

Mynd Matt hefur fengið mikla athygli en við hana skrifar hann að Ísland sé að standa sig vel. Myndin hefur fengið yfir átta þúsund like á Twitter á einum degi og henni hefur verið deilt hátt í þrjú þúsund sinnum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing