Auglýsing

Íslenska fjölskyldan á Krít í áfalli: Ferðamálaráðherra Grikklands blandar sér í málið

Íslenska fjölskyldan sem varð fyrir fólskulegri árás á Krít er í áfalli samkvæmt grískum fjölmiðlum en fjölskyldufaðirinn, sem er kanadískur og grískur, er enn á sjúkrahúsi. Hann hefur undirgengist aðgerðir vegna þeirra áverka sem hann hlaut í árásinni og þarf að undirgangast að minnsta kosti eina aðra.

Lögreglan í Grikklandi hefur borið kennsl á tvo af þeim fjórum mönnum sem réðust á fjölskylduna.

Þá segir lögreglan á Krít jafnframt að árásin hafi verið tilefnislaus og hrottaleg en grískir fjölmiðlar greina frá því að íslenska fjölskyldan hafi verið stödd á hinni vinsælu veitinga- og skemmtistaðagötu Heraklíon þegar árásin átti sér stað. Samkvæmt gríska CNN og fréttaveitunni CretaLive þá voru þau á heimleið og áttu aðeins eftir að gera upp reikninginn á veitinga- og skemmtistað við Heraklíon-götuna.

Réðust á 14 ára gamla stúlku

Fjölskyldufaðirinn og annar tveggja sona hans urðu eftir við afgreiðsluborðið þegar ungur maður frá Krít kemur aðvífandi með sígarettu og rekur hana í hinn 49 ára gamla föður. Hann benti þá unga manninum kurteisislega á það að þetta væri ekki í lagi en svo virðist sem að sú athugasemd hafi orðið til þess að ungi maðurinn og þrír vinir hans létu höggin og spörkin dynja á feðgunum.

En það voru ekki bara feðgarnir sem fengu að finna fyrir heift ungu Krítverjana því öll fjölskyldan varð fyrir árás þessara manna – hin 41 árs gamla íslenska móðir, fjórtán ára gömul dóttir hennar og báðir synir hennar sem eru 18 og 21 árs. Þetta voru engin venjuleg skemmtistaðaslagsmál heldur var árásin hrottaleg og greip mikil skelfing um sig á hinni frægu Heraklíon-götu en vefmiðillinn CretaLive birti mynd af vettvangi sem sýnir blóðuga stétt fyrir utan staðinn þar sem árásin átti sér stað.

Árásin hefur vakið athygli háttsettra stjórnmálamanna í Grikklandi en ferðamálaráðherra landsins, Olga Kefalogianni, hafði samband við sjukrahúsið sem íslenska fjölskyldan var flutt á í kjölfar árásarinnar.

Ferðamálaráðherra Grikklands hafði samband við sjúkrahúsið

Þá kemur fram að ferðamálaráðherra Grikklands hafi haft samband við sjúkrahúsið sem fjölskyldan var flutt á til þess að afla upplýsinga um þessa hrottafengnu árás og því ljóst að hún hefur vakið óhug en á sama tíma gríðarlega athygli á þessari annars fallegu eyju. Ferðamálaráðherrann heitir Olga Kefalogianni en hún er þaulreynd stjórnmálakona í heimalandinu.

Þá segja grískir miðlar að Olga vilji komast í samband við íslensku fjölskylduna en ekki fylgir þó þeim fréttum hvort hún sé búin að því eður ei.

Eins og áður segir liggur fjölskyldufaðirinn enn á sjúkrahúsi og þarf að öllum líkindum að fara í frekari aðgerðir til að gera að sárum hans.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing