Eins og Nútíminn greindi frá í vikunni hyggst Twitter gera tilraunir með 280 stafabila tíst í stað 140 stafabilanna sem notendur samfélagsmiðilsins þekkja í dag. Tístin eru því að verða tvöfalt lengri. Breytingin hefur farið misvel í fólk og vilja sumir meina að með þessu verði Twitter verra.
Íslenska Twitter-samfélagið lá ekki á skoðunum sínum og var fljótt að tjá skoðanir sínar, á Twitter að sjálfsögðu.
Óhætt er að segja að flestir séu á móti þessari breytingu
Sko ég ætla að útskýra fyrir ykkur hvers vegna 280 stafabil eru EKKI í anda hins sanna Twitter forms ?? 1/28
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) September 27, 2017
Helsti gallinn við 280 stafabil verður sá að það verður miklu erfiðara að gera þessi tvít sem enda svona bara allt í einu upp úr þurru í mið
— Kristján (@tyggjo) September 27, 2017
Mér líst ekkert á þetta 280-prójekt. Það hefði frekar átt að fækka í 70 stafabil.
— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) September 28, 2017
Það sem hræðir mig mest við 280 stafabil er emojisúpan sem mun flæða yfir okkur…
???????????☹????????????— Ragnar Eythorsson (@raggiey) September 26, 2017
Skáld á Twitter fagna!
Aukið stafabil á twitter mun aðallega gagnast þeim sem tjá sig eingöngu í limrum.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) September 26, 2017
Sumir hafa boðað til mótmæla
Ég tilkynni hér með að ég mun eingöngu nota 140 stafi þrátt fyrir ætlaða fjölgun í 280 stafabil.
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) September 27, 2017
Þessi þarf meira en 280!
140 eða 280 stafabil. Ég á allavega ekki nógu marga stafi til að captiona þessa mynd. pic.twitter.com/3OFClKjXzF
— Elli Joð (@ellijod) September 28, 2017