The Times hefur gefið út lista yfir 100 bestu glæpa- og spennusögur sem hafa komið út síðan árið 1945. Bókmenntarýnar The Times velja þrjár íslenskar bækur á listann en þær eru Brakið, Dimma og Furðustrandir.
Á listanum sem fer yfir allar bestu glæpa- og spennusögur sem hafa komið út frá stríðslokum má finna alla helstu risana á sviði glæpasagna eins og Agöthy Christie og Raymond Chandler.
Brakið eftir Yrsu Sigurðardóttur, Dimmu eftir Ragnar Jónasson og Furðustrandir eftir Arnald Indriðason komast allar á listann en samtals eru átta bækur eftir Norræna höfunda á listanum.