Lögfræðingurinn og Twitter-notandinn Auður Kolbrá Birgisdóttir óskaði eftir reynslusögum frá fæðingum frá fylgjendum sínum á Twitter. „Megið endilega segja mér fæðingarsögurnar ykkar til að undirbúa mig,“ skrifaði Auður og viðbrögðin létu ekki á sér standa.
Konur kepptust við að deila sögum sínum af þessu merkilegasta augnabliki lífsins og sögurnar eru eins og gefur að skilja ólíkar. Nútíminn fékk leyfi frá nokkrum konum til að birta sögurnar þeirra.
„ÞETTA ER SVO GAMAN“
tveir bráðakeisarar.Fyrra skiptið í 21 kls. svo í 17 kls. Fékk enga útvíkkun en fékk mænudeyfingu í seinna skiptið, OMG?? komu bæði beint í fangið á mér og á brjóst! Ég þrái að fá að reyna aftur þó það sé ólíklegt að ég fæði. ÞETTA ER SVO GAMAN ??❣️☄️
— viktoríA BLÖ (@viktoriablondal) February 8, 2018
Dó næstum en fékk skemmtilegasta barn í geiminum ????
Þurfti að setja mig af stað, fór ekki af stað þrátt fyrir lyfið. Ekki hægt að sprengja belg, engin útvíkkun, bráðakeisari, mænudeyfing var hell, hellings blóðmissir og dó næstum. Fékk skemmtilegasta barn í geiminum. Myndi gera þetta aftur.
— Drífa Pálín Geirs (@DrifaP) February 7, 2018
Sex dagar í hríðum…
https://twitter.com/halldorabirta/status/961504506604343296
„Mun gera aftur og mæli með þessu“
https://twitter.com/IrisDoggB/status/961568964001320961
„Myndi samt gera þetta aftur“
48 tímar í hríðum, 2 tímar í rembing. Klippt og sogklukka (keisarateymi reddí en þurfti ekki). Missti mikið blóð, fékk sýkingu og gat ekki sinnt barninu mínu fyrstu 2 daga lífs þess. Boðin sálfræðiaðstoð eftir fæðingu. Ég má biðja um keisara næst. Myndi samt gera þetta aftur ? 1
— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) February 7, 2018
Allt klárt á sjö tímum
Missti vatnið, klukkutíma síðar byrjuðu verkir, 6 tímum síðar kom barn. Náði ekki að fá mænudeyfingu því ég var búin með útvíkkun þegar ég fór að spá í henni. Kláraði útvíkkun í baðinu fór uppúr og var í 20 mín ca að rembast.
— gudny thorarensen (@gudnylt) February 7, 2018