Myllumerkið #MeToo fór á mikið flug á Twitter í gær eftir að bandaríska leikkonan Alyssa Milano setti inn færslu þar sem hún hvetur fylgjendur sína sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi um að svara með orðunum, MeToo.
Sjá einnig: Konur sem orðið hafa fyrir kynferðislegri áreitni eða beittar kynferðisofbeldi stíga fram á Twitter
If you’ve been sexually harassed or assaulted write ‘me too’ as a reply to this tweet. pic.twitter.com/k2oeCiUf9n
— Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) October 15, 2017
Átakið hefur náð hingað til lands en margar íslenskar konur hafa í dag sagt sögu sína á Twitter undir merkinu
Þekki enga konu sem ekki hefur verið áreitt. Já, þetta er svona. Og þarf að breytast. #MeToo
— Birna Anna (@birnaanna) October 16, 2017
Að þurfa spyrja kk vin “geturðu þóst vera kærastinn minn í smá svo hann láti mig vera?” því það er gildara en neitun í augum margra.#MeToo
— Elín Lára Reynisdóttir (@ElinLaraRey) October 16, 2017
Hönd kleip mig í rassinn á Vegamótum og ég snéri upp á hana fyrir vikið.
Var kölluð þurrkuntu femíntisti af eiganda handarinnar.#MeToo— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) October 16, 2017
Hef enga tölu á því hversu oft hefur verið káfað á mér á djamminu. Held ég þekki enga konu sem hefur ekki verið áreitt kynferðislega #MeToo
— Elín Elísabet (@ElinElisabetE) October 16, 2017
Ég veit ekki hvar ég á að fokking byrja. #MeToo
— Nína Richter (@Kisumamma) October 16, 2017
Gekk niður Skólavörðustíg með nýfædda dóttur mína í vagni. Var rassskeld af iðnaðarmanni og félagar hans hlógu. Ég hló ekki. #MeToo
— Kristin Sigurgeirs (@KSigurgeirs) October 16, 2017
Þegar ég hljóp undan einhverjum á leið heim eftir djammið var ágætt að nota hjólförin í götunum þegar það var klaki yfir öllu. #metoo
— Lára Björg Björnsdóttir (@LaraBjorg) October 16, 2017
Ég held ég geti fullyrt að ALLAR konur sem ég þekki (og ég líka) hafa orðið fyrir ofbeldi eða áreitni. #MeToo
— Dagny Aradottir Pind (@dagnyara) October 16, 2017