Auglýsing

Íslenski hópurinn kominn með töskurnar sínar, Gísli Marteinn í sömu fötunum í þrjá daga

Íslenski Eurovision-hópurinn í Kænugarði í Úkraínu hefur endurheimt hluta af töskunum sem skiluðu sér ekki með þeim á sunnudag. Svala er búin að fá farangurinn sinn en sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn þarf að bíða lengur.

Á meðal þess sem hefur ekki ennþá skilað sér allt kynningarefni hópsins. „Það er búið að vera vont að vera ekki með þetta kynningarefni, sem við munum láta alla blaðamennina fá,“ segir Gísli Marteinn segir í samtali við Nútímann.

Staðan núna er sú að flestir úr hópnum eru komnir með töskurnar sínar en við erum enn þá að bíða eftir síðustu sendingunni af flugvellinum. Ég er sjálfur ekki kominn með mína tösku og er þessvegna ennþá í fötunum sem ég klæddi mig í klukkan þrjú aðfararnótt sunnudagsins.

Gísli Marteinn sat einn í Eurovision-höllinni og fylgdist með æfingu þegar Nútíminn náði í hann. „Mig grunar að enginn setjist nálægt mér útaf lyktinni,“ segir hann léttur.

„Ég reyni síðan bara að vera eins nálægt úkraínsku hljómsveitinni og ég get, því þeir gaurar líta út fyrir að hafa ekki farið í bað á þessu ári. Þá heldur fólk að lyktin sé af þeim.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing