Íslenskir aðdáendur kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber klöppuðu hann upp með víkingaklappinu alræmda í lok tónleikanna í Kórnum í Kópavogi í gærkvöldi.
Víkingaklappið var notað sem uppklapp…?? #jbiceland
— Aldís Edda Ingvarsdóttir (@aldisingvars) September 8, 2016
Justin lét ekki segja sér tvisvar að stíga aftur á svið, sneri aftur og flutti ofursmellinn Sorry.
Sumir gestir virtust ánægðir með uppátækið
uppáhaldsparturinn minn var þegar allir tóku víkingaklappið saman ?
— ass de joh (@maxdejoh) September 8, 2016
En aðrir ekki
Takk fyrir þetta víkingaklapp u pieces of shit.
— Berglind Festival (@ergblind) September 8, 2016
Íslendingar kunna semst ekki lengur að klappa upp og taka frekar víkingaklappið #bieber
— Gréta Sóley (@gretasoley) September 8, 2016
Víkingaklappið var tekið á Bieber tónleikunum áðan, mér langaði heim.
— Atli Ásgeirsson (@Fugladrit) September 8, 2016
Justin Bieber lenti á Reykjavíkurflugvelli í einkaþotu á miðvikudag. Tugir aðdáenda tóku á móti honum þegar hann lenti og sannkallað Bieber-æði hefur ríkt á Íslandi síðustu daga. Hann kemur aftur fram í Kórnum í kvöld.
Bieber hefur haft ýmislegt fyrir stafni á Íslandi. Vísir greindi frá því að hann hafi skellt sér í Bláa lónið skömmu eftir að hann lenti í gær. Þá hefur Nútíminn heimildir fyrir því að hann hafi farið í þyrlu að skoða Gullfoss.
Þá tók hann Skautahöllina í Laugardal á leigu í gærkvöldi frá klukkan 20.30. Þetta kemur fram á vef DV. Þar kemur fram að Bieber hafi ætlað að spila hokkí í skautahöllinni. Hann mætti hins vegar aldrei.
Sjá einnig: Stemningin á Reykjavíkurflugvelli þegar æstir aðdáendur biðu eftir Justin Bieber
DV greinir frá því að foreldrar barna og unglinga, sem áttu að vera á æfingum í skautahöllinni í gærkvöldi, hafi fengið póst um að æfingar myndu falla niður af óviðráðanlegum ástæðum í gærkvöldi.
Þá kemur fram að mikill viðbúnaður hafi verið á svæðinu og að lögreglan hafi á tímabili lokað götunum sem liggja að skautahöllinni.