Auglýsing

Íslenskir barnaníðingar herja á Snapchat: Tæla 10 ára gömul börn

Undanfarnar vikur hefur Nútíminn skoðað einhvern ljótasta heim sem til er en það er leikvöllur barnaníðinga. Hvar halda barnaníðingar sig í dag? Fyrir utan það að hanga heima hjá sér í símanum eða tölvunni þá má finna þessa einstaklinga á samfélagsmiðlum og er Snapchat einn vinsælasti vettvangur þessara níðinga.

Það er alveg sama hversu mikið þú telur þig vera að fylgjast með snjallsíma barnsins þá ertu ekki alla klukkutíma sólarhringsins með því þannig að þú skalt bara gleyma hugmyndinni að þú sért með stjórn á þessu.

Niðurstöður þessa rannsóknar eru sláandi. Hér áður fyrr þurftu slíkir menn að lokka börn inn til sín með því bókstaflega að bíða eftir þeim fyrir utan íbúð sína. Þannig fékk hataðasti maður Íslandssögunnar, Steingrímur Njálsson, þriggja ára fangelsi einhverntímann á síðustu öld fyrir að hafa lokkað ungan blaðburðardreng í íbúð sína og misnotað hann hrottalega í marga klukkutíma.

Spenna í „eltingarleiknum“

En það er af sem áður var. Í dag eru barnaníðingarnir ekkert nema myndrænar persónur (e. avatar) á samfélagsmiðlum – klæddir í ADIDAS-galla, með „fade-klippingu“ og demant í eyranu. En á bakvið þessar myndrænu persónur eru níðingar sem bíða eftir því að það hlaupi snærið – að þeir nái bara einu barni. Bara einum dreng – einni stúlku. Spennan hjá þessum einstaklingum sem þetta stunda fellst að hluta til í „eltingarleiknum“ og það er sannað með erlendum rannsóknum. Þetta eru staðreyndir. Samkvæmt rannsóknum sem birtar eru í tímaritinu Sexual Offending: Theory, Research, and Prevention kemur fram að sumir barnaníðingar upplifa raunverulega spennu og ánægju af því að þróa þessa tengingu, sem nær hámarki þegar þeir komast á það stig að geta misnotað barnið.

Ferlið magnar upp spennuna. Þeir byrja á því að byggja upp traust sem gerir þeim kleift að halda áfram með misnotkunina án þess að vera gripnir. Þetta kallast „grooming“ eða „tæling“ á íslensku. Þessi „eltingarleikur“ er mikilvægur þáttur í þeirra sjúka hugarfari – þar finna þeir ákveðið vald og spennu í því að stjórna og hafa áhrif á fórnarlömb sín.

„..ég veit ekki með þig en ég var alveg farin að gera fullorðinshluti á þínum aldri“

Það er alveg sama hversu mikið þú telur þig vera að fylgjast með snjallsíma barnsins þá ertu ekki alla klukkutíma sólarhringsins með því þannig að þú skalt bara gleyma hugmyndinni að þú sért með stjórn á þessu. Gleymdu því. Blaðamaður Nútímans hefur komist að því undanfarnar vikur að snjallsími og barn eru tvö orð sem eiga bara alls ekkert saman.

„ALLAR hinar stelpurnar eru með iPhone“

„En pabbi?!? ALLAR hinar stelpurnar eru með iPhone“ – eða þessi „En mamma?!? Þær eru allar með Snapchat en ekki ég. Af hverju má ég ekki vera með Snapchat?“ – í guðana bænum ekki hlusta á þetta. Snjallsímar og börn eiga ekki saman.

Fyrsti níðingurinn sem Nútíminn ætlar að fjalla um er einmitt eins og lýst er hér að ofan. Myndræna persóna hans er í Adidas-galla og heitir „Óþekkur“ en hið raunverulega notendanafn hans er „leynivinurkop“ – ef það er einhver þarna úti sem telur sig geta fundið út hvaða níðingur er að baki þessu notendanafni þá má hinn sami hafa samband við ritstjorn@nutiminn.isokkur langar að komast í samband við viðkomandi.

Þetta er líka viðvörun til þeirra barnaníðinga sem þetta lesa og halda að þeir geti óáreittir níðst á börnum á Snapchat – sent þeim typpamyndir eða kúgað þau til þess að senda þeim nektarmyndir.

Þessi „leynivinur“ – sem bara í notendanafni sínu gefur upp hans ætlunarverk, sem er að vera leynivinur barnsins – var fljótur að snúa umræðuefninu í kynferðislega hluti en hann komst í samband við barn, sem Nútíminn hefur upplýsingar um og birtir skjáskot með góðfúslegu leyfi, í gegnum „Quick Add“ hluta samfélagsmiðilsins. Sá hluti Snapchat er í raun algjörlega óþekkt „svæði“ ef svo mætti að orði komast því þar getur hver sem er „addað“ hverjum sem er án þess að hafa nokkra tengingu við viðkomandi.

Hér er „Óþekkur“ sem notar notendanafnið „leynivinurkop“ að skrifast á við 10 ára gamalt barn.

Tíu ára og í áfalli

Þrátt fyrir að barnið hafi sagt að það væri ekki nema 10 ára gamalt þá var viðkomandi alveg sama. Níðingurinn gat ekki haldið í sér…

„..ég veit ekki með þig en ég var alveg farin að gera fullorðinshluti á þínum aldri“

…og þarna veit leyniníðingurinn, sem kennir sig við Kópavog, að barnið sem hann er að ræða við er fætt árið 2014. Þessi rannsókn er eflaust ein sú erfiðasta sem blaðamaður Nútímans hefur ráðist í. Handrukkarar, fíkniefnasalar og morðingjar komast ekki með tærnar þar sem þessir barnaníðingar hafa hælana. Þeir eru líka allstaðar og bera allskonar grímur.

Á meðan fíkniefnasalar, handrukkarar og morðingjar eru oftar en ekki tengdir við undirheima Reykjavíkur, gullkeðjur og flotta bíla þá geta barnaníðingar verið afi þinn, frændi þinn, pabbi þinn, bróðir þinn eða jafnvel maðurinn sem ættleiddi þig.

Nútíminn vill beina þeim varnaðarorðum til foreldra sem hafa látið börn sín fá snjallsíma og halda að ekkert ljótt eða óeðlilegt geti þar gerst að fylgjast með og helst að leyfa þeim ekki að nota samfélagsmiðla ef þau þurfa yfir höfuð að nota snjallsíma frekar en takkasíma.

Ástæðan fyrir því að Nútíminn skrifar aðeins um þessa níðinga í karlkyni er sú staðreynd að 90-95% barnaníðinga eru karlkyns. Konur bera ábyrgð á 5-10% slíkra brota. Þær tölur eru staðreynd og hafa komið í ljós í fjölda rannsókna sem hafa verið gerðar um kynferðisbrot gegn börnum. Nokkrar þeirra hafa verið framkvæmdar af eða fyrir National Center for Missing and Exploited Children (NCMEC) og þá hefur sama skipting níðinga eftir kyni komið upp í fjölmörgum fræðigreinum.

Viðvörun til níðinga

Nútíminn vill beina þeim varnaðarorðum til foreldra sem hafa látið börn sín fá snjallsíma og halda að ekkert ljótt eða óeðlilegt geti þar gerst að fylgjast með og helst að leyfa þeim ekki að nota samfélagsmiðla ef þau þurfa yfir höfuð að nota snjallsíma frekar en takkasíma. Þetta er líka viðvörun til þeirra barnaníðinga sem þetta lesa og halda að þeir geti óáreittir níðst á börnum á Snapchat – sent þeim typpamyndir eða kúgað þau til þess að senda þeim nektarmyndir.

joitappi13 er einn af þeim sem Nútíminn vill ná tali af. Hafðu samband í gegnum ritstjorn@nutiminn.is – ekki hika við það!

Nútíminn mun ekki hika við að birta nöfn og ljósmyndir þeirra sem gerast sekir um slík brot. Nútíminn mun á næstu dögum, vikum og mánuðum fylgjast með samfélagsmiðlum sem barnaníðingar herja á… líkt og joitappi13 sem hikaði ekki við að senda ljósmyndir af typpinu á sér á 10 ára gamalt barn.

Þessi níðingur sendi á barnið: „Ég tek hann bara út áður enn ég fæ“ – þar með lauk samskiptunum. Þau samskipti átti joitappi13 við 10 ára gamalt barn. 10 ára gamla stúlku. Nútíminn hefur þessar upplýsingar úr snjallsíma 10 ára gamallar stúlku. Ekki var villt á sér heimildir heldur eru þetta skjáskot úr síma barnsins. Við að sjálfsögðu unnum myndina þannig að hægt sé að birta hana hér.

Þekkir þú joitappi13 eða leynivinurkop á Snapchat? Áttu samskipti við hann í skjáskotum? Ekki hika við að senda okkur allar upplýsingar á ritstjorn@nutiminn.is.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing