Auglýsing

Íslenskir stuðningsmenn fögnuðu með Mexíkóum í Moskvu og brutu hótelgólf

Íslendingar eru að skemmta sér vel á HM í Rússlandi. Síðasta laugardag gátu allir Íslendingar fagnað jafnteflinu gegn Argentínu vel. Mexíkóar höfðu líka ástæðu til að fagna eftir 1-0 sigur á Þýskalandi. Stuðningsmenn landanna sameinuðu krafta sína á hóteli í Moskvu og tókst að brjóta gólf. Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Mexíkóski blaðamaðurinn Rodolfo Landeros birti myndband af atvikinu á Twitter aðgangi sínum en yfir 10 þúsund manns hafa nú horft á það. Þar taka mexíkóskir og íslenskir stuðningsmenn Víkingaklappið saman á meðan íslenskur stuðningsmaður lemur stól í hótelgólfið.

Rodolfo birtir svo mynd af gólfinu eftir á og þar má sjá að það varð fyrir talsverðum skemmdum. Rodolfo segir í athugasemdum við myndbandið að Íslendingarnir hafi þurft að borga skemmdirnar sem urðu á gólfinu.

Horfðu á myndbandið

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing