Íslendingar eru að skemmta sér vel á HM í Rússlandi. Síðasta laugardag gátu allir Íslendingar fagnað jafnteflinu gegn Argentínu vel. Mexíkóar höfðu líka ástæðu til að fagna eftir 1-0 sigur á Þýskalandi. Stuðningsmenn landanna sameinuðu krafta sína á hóteli í Moskvu og tókst að brjóta gólf. Sjáðu myndbandið hér að neðan.
Mexíkóski blaðamaðurinn Rodolfo Landeros birti myndband af atvikinu á Twitter aðgangi sínum en yfir 10 þúsund manns hafa nú horft á það. Þar taka mexíkóskir og íslenskir stuðningsmenn Víkingaklappið saman á meðan íslenskur stuðningsmaður lemur stól í hótelgólfið.
Rodolfo birtir svo mynd af gólfinu eftir á og þar má sjá að það varð fyrir talsverðum skemmdum. Rodolfo segir í athugasemdum við myndbandið að Íslendingarnir hafi þurft að borga skemmdirnar sem urðu á gólfinu.
Horfðu á myndbandið
The icelandic-mexican thunderclap. ⚡️#ISL ? #MEX #WorldCup pic.twitter.com/f6RMsIVAv7
— Rodolfo Landeros (@RodolfoLanderos) June 18, 2018
Aaaaand this is what happened afterwards. ??♂️ pic.twitter.com/XVJs4vPjPs
— Rodolfo Landeros (@RodolfoLanderos) June 18, 2018