Íslenskt rapp er betra en sænskt og þýskt rapp samkvæmt Youtube stjörnunni Shadey Bangs og kollega hennar Tunde. Shadey og Tunde báru saman rapp frá löndunum þremur í myndbandi á Youtube á dögunum. Sjáðu myndbandið hér að neðan.
Hin breska Shadey Bangs stýrir samnefndri rás á Youtube. Í liðnum Music Mondays eða Tónlistar Mánudagar rýnir hún í tónlist víða úr heiminum. Í nýjasta myndbandinu ber hún saman rapptónlist frá Íslandi, Svíþjóð og Þýskalandi ásamt Tunde.
Þau hlusta á fimm íslensk rapplög og virðast ansi hrifin. Lögin sem þau hlustuðu á voru Fullir vasar eftir Aron Can; Sósa eftir tvíeykið JóiPé x Króli og Aron Can; OMG eftir Flona, Birni og Joey Christ; Þetta má eftir Emmsjé Gauta og Herra Hnetusmjör; og Ungir strákar (Deep Mix) eftir Flona.
Lögin fá fína dóma en meðaleinkunn íslensku laganna var 7,8. Þau voru ekki eins hrifinn af sænsku rappi sem fékk einungis 4,8 í meðaleinkunn á meðan þýska rappið fékk 7,3.