Auglýsing

Íslensku crossfit-drottningarnar takast á í beinni útsendingu frá CrossFit Reykjavík

Crossfit-drottningarnar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir munu etja kappi í beinni útsendingu frá CrossFit Reykjavík á miðnætti í kvöld þegar æfingarnar í fimmta hluta Crossfit Open verða kynntar. Reikna má með að nokkur hundruð þúsund manns fylgist með útsendingunni.

Mikil eftirvænting ríkir innan Crossfit heimsins fyrir keppninni. Dave Castro, yfirmaður heimsleikanna mun kynna keppnina sem hefst á miðnætti og verður streymt á Facebook-síðu heimsleikanna í Crossfit.

Dave Castro og Anníe Mist eru klár!

Crossfit Open er undankeppni heimsleikanna í Crossfit og er, eins og nafnið gefur til kynna, öllum iðkendum opin. Fyrirkomulagið er þannig að allir þátttakendur fá í fimm vikur, eina æfingu á viku sem þeir eiga að framkvæma. Þetta gildir um alla, sama hvar í heiminum þeir eru. Fimmta og síðasta æfingin verður því kynnt í Crossfit Reykjavík í kvöld rétt áður en stelpurnar etja kappi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing