Íslenski stúlknakórinn Graduale Nobili spilar stórt hlutverk í tónlistarmyndbandi við lagið Crack-Up með bandarísku hljómsveitinni Fleet Foxes. Myndbandið sem sjá má hér að neðan var tekið upp í Eldborgarsal Hörpu fyrr í vetur.
Hljómsveitin Fleet Foxes kom fram á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember og nýtti tækifærið til að taka upp myndbandið sem Eilífur Örn Þrastarson leikstýrir. Tónlistartímaritið Consequence of Sound framleiðir myndbandið.
Fleet Foxes kemur frá Seattle og hefur starfað frá árinu 2006 og sent frá sér tvær breiðskífur sem báðar hafa notið mikilla vinsælda.