Janúar er að margra mati versti mánuður ársins. Kuldi, myrkur og leit að bílastæði fyrir utan líkamsræktarstöðvar einkenna þennan fyrsta mánuð ársins. Á Twitter hefur janúar fengið slæma útreið og fólk virðist telja niður mínúturnar sem eftir eru af þessum vonda mánuði.
Þessi fyrsti mánuður ársins hefur í raun allt sem vondur mánuður þarf að hafa. Það er nánast ár í næstu jól, það er kalt úti, myrkur og reikningarnir frá því í desember streyma inn.
Við tókum saman nokkur tíst sem lýsa ástandinu meðal þjóðarinnar. En ekki örvænta: Það er bara einn dagur eftir af janúar og langt þangað til hann kemur aftur.
????
Í dag er ca. 74. janúar og samt er hann ekki búinn.
— Sigrun Hjartar (@sigrunhjartar) January 30, 2018
Hvernig getur ennþá verið fokking janúar?
— Dagbjartur Gunnar (@dagbjartur) January 30, 2018
Þetta er allt að koma!
Fallega hugsað að hafa febrúar bara 28 daga. Til að bæta upp fyrir þessa 1000 daga í janúar.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 29, 2018
Já það er enn janúar….
Það er enn janúar.
— gudny thorarensen (@gudnylt) January 29, 2018
Mér finnst eins og þessi janúar mánuður sé búinn að vera einn, samfelldur mánudagur…
— Þóra Sif Guðmunds ? (@thorasifg) January 30, 2018
HAHA
Er ekki mikið að tala niður daga eða mánuði, en ég get svo svarið að það að Janúar er örugglega einn af lengri mánuðunum. Set hann á listann yfir top 7 lengstu mánuðina.
— ⌞Óli G.⌝ (@dvergur) January 29, 2018
Það er búið að vera janúar í svona tvo mánuði og það verður janúar alveg næstu tvo mánuðina
— Tóti (@totismari) January 15, 2018
Það er ástæða fyrir því að þetta tíst er ekki enn komið með læk
Óvinsæl skoðun,
væri til að þessi Janúar væri lengri,
lengja hann alveg í sex mánudaga, takk!— ?kúrGLYTTUkall? (@glytta) January 30, 2018
Þetta er að verða búið krakkar!
Ef fólki finnst janúar eitthvað erfiður þá bendi ég á þá staðreynd að á síðustu þremur vikum hefur dagurinn lengst um heilar tvær klukkustundir…
Sólin reis klukkustund fyrr í morgun en 8. janúar og mun setjast klukkustund síðar 🙂 pic.twitter.com/rbNSGQrWRB
— Andres Jonsson (@andresjons) January 29, 2018