Auglýsing

Janus Rasmussen úr KIASMOS sendir frá sér sólóplötu

Þann 29. mars sendir færeyski raftónlistarmaðurinn Janus Rasmussen frá sér sína fyrstu sólóplötu, Vín. Hann hefur starfað á Íslandi frá árinu 2004 og er þekktastur sem helmingurinn af KIASMOS- tvíeykinu þar sem þeir Ólafur Arnalds hafa á undanförnum áratug spilað fyrir aðdáendur í öllum heimsálfum.

KIASMOS hefur á þeim tíma skipað sér fastan sess í evrópskri raftónlistarsenu og þótt víðar væri leitað. Fyrsta smáskífan af Vín ber nafnið Lilla og fór í spilun þann 8. mars. Lagið hefur þegar hlotið um 250.000 spilanir á Spotify. Færeyski listamaðurinn Heiðríkur leikstýrði myndbandinu við aðra smáskífuna, Green Wine.

Vín kemur út hjá útgáfufyrirtækinu KI- records sem sérhæfir sig í raftónlist, en meðal annara þekktra listamanna hjá útgáfunni eru Christian Löffler og Stimming. Janus mun fylgja plötunni eftir með tveggja vikna tónleikaferð þar sem þeir Christian Löffler leiða saman hesta sína á sameiginlegum evróputúr.

Janus hefur komið að fjölda verkefna í íslensku tónlistarlífi en hann hlaut á dögunum Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir framlag sitt sem meðhöfundur og meðpródúser Stone by stone í flutningi Arnórs Dan, sem valið var besta lagið í opnum flokki. Þá var Janus stofnandi og meðlimur poppsveitarinnar Bloodgroup en meðal annara verkefna má nefna samstarf með Heidrik, Hildi, Emmsjé Gauta. Þá var var Janus annar meðlima færeyska rafpopp-dúósins Byrtu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing