Japan féll úr leik í 16 liða úrslitum á HM í gær eftir grátlegt tap gegn Belgíu, þar sem Belgar tryggðu sér 3-2 sigur með marki á lokamínútu leiksins. Þrátt fyrir að hafa verið svekktir í leikslok tóku leikmenn sig til og þrifu búningsklefann áður en þeir fóru heim.
Íþróttafréttamaðurinn Tancredi Palmeri birti mynd af búningsherberginu á Twitter eftir leikinn í gær.
Búningsherbergið var tandurhreint og miði á borðinu sem stóð á „Spasibo“ eða „Takk“ þar sem Japanir þökkuðu fyrir sig.
Amazing from Japan.
This is how they left the changing room after losing v Belgium: cleaned it all.
And in the middle, have left a message to Russia: “Spasibo” (Thank you) pic.twitter.com/lrwoIZt2pR— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) July 3, 2018
Leikmenn voru ekki þeir einu sem vöktu athygli en stuðningsmenn liðsins tóku einnig til í áhorfendastúkunum eftir leikinn
Even after losing, Japan fans still stayed behind to clean up the stands ? pic.twitter.com/Q5t9akokKy
— Bleacher Report (@BleacherReport) July 2, 2018