Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 á richter átti sér stað klukkan eitt í nótt. Norðlendingar sem voru á fótum fundu vel fyrir skjálftanum og eins voru margir sem vöknuðu við hann, ef marka má færslur á samfélagsmiðlum.
Upptök skjálftans voru rúma 20 kílómetra norður af Siglufirði, á 7,8 kílómetra dýpi. Skjálftinn fannst greinilega á Siglufirði, og einnig á Akureyri, Dalvík, Húsavík, Sauðarkróki, Skagaströnd, Blönduósi og víðar.
Mómentið í miðri Stranger Things skrímslabardagasenu þegar jarðskjálfti verður 20 km frá húsinu þínu, upp á 4,6 á Richter.
Góða nótt. pic.twitter.com/uhZfbztaHw— Már Örlygsson ? (@maranomynet) July 24, 2019
holy shit, jarðskjálfti á akureyri. rúmið mitt hristist!
— Krista Björk (@kristabjork) July 24, 2019
Allir: Það fannst jarðskjálfti á Akureyri.
Ég: pic.twitter.com/4rC8A4IIbO
— Snemmi (@Snemmi) July 24, 2019