Hátt í sjö þúsund manns boðuðu komu sína á byltingu, eða uppreisn, á Austurvelli í dag. Samkvæmt viðburðasíðu byltingarinnar á Facebook átti dagskrá að hefjast klukkan 17 og ljúka klukkan 18.
Búið er að setja upp járnhlið á Austurvelli og hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu á síðu Mílu.
Sara Oskarsson sér um fundarstjórn og fram koma KK, Valdimar og Jónína Björg Magnúsdóttir. Ræðumenn verða Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir og Bragi Páll Sigurðarson.
Smelltu hér til að fylgjast með mótmælunum í beinni útsendingu.