Auglýsing

Jennifer Garner um nektarsenu Ben Affleck: „Verði ykkur að góðu“

Gone Girl, nýjasta kvikmynd leikstjórans David Fincher, hefur slegið í gegn vestanhafs. Ben Affleck leikur aðalhlutverkið í myndinni en mikið hefur verið gert úr nektarsenu þar sem hann afhjupar hershöfðingjann.

Jennifer Garner, eiginkona Affleck, telur að djásnið á eigimanni sínum hafi sitt að segja um miðasölu á myndina.

Garner var í viðtali í spjallþættinum hjá Ellen Degeneres í vikunni. Ellen gaf í skyn að hömluleysi Affleck gæti haft eitthvað að gera með vinsældir myndarinnar og Garner tók undir það í góðu gríni:

Hann sýnir á sér typpið — þú gætir haft rétt fyrir þér. Eina sem ég hef að segja um málið er: „Verði ykkur að góðu“. Ég er afar gjafmild kona og mér fannst ég þurfa að gefa af mér. Þið gefið mér svo mikið — ég vildi gefa ykkur eitthvað til baka.

Garner játaði að þetta sé fyrsta nektarsenan sem Ben Affleck leikur í og Ellen spurði hvort þau hafi talað um hana.

„Það var umræða,“ sagði Garner. „Hann var bara: „Hey, Fincher plataði mig í að leika í senu þar sem ég geng út úr sturtu.“ og ég var bara: „Ó, töff. Jæja, ég vona að hann hafi notað víðlinsu.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing