Leikarinn Joe Manganiello sagði frá ferð sinni til Íslands í spjallþætti Jimmy Fallon í gærkvöldi. Joe, sem er kvæntur leikkonunni Sofiu Vergara úr þáttunum Modern Family, kom með myndir úr ferðalaginu og Jimmy fannst mikið til þeirra koma. Sjáðu viðtalið hér fyrir neðan.
„Þetta er ferðalag sem ég fór í fyrir nokkrum mánuðum,“ sagði Joe áður en Jimmy sýndi fyrstu myndina sem sýndi hann á fjallahjóli í óbyggðum Íslands. „Varstu á mars?“ spurði Jimmy en Joe sagði þá að um Ísland væri að ræða og uppskar fögnuð nokkurra áhorfenda. „Eru margir Íslendingar hérna í kvöld?“ spurði hann hissa. „Allir áhorfendurnir eru frá Íslandi. Við gerum þetta á hverjum föstudegi,“ sagði Jimmy léttur.