Auglýsing

Jöfn kynjahlutföll í úrslitum á fyrsta ári kynjavótans í Gettu betur

Kynjahlutföllin verða jöfn í úrslitaþætti Gettu betur í næstu viku. Þetta er fyrsta keppnin sem er haldin eftir að tillaga um kynjakvóta í Gettu betur var samþykkt.

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ komst í gær í úrslit í Gettur betur eftir sigur á Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þetta er í fyrsta sinn sem skólinn kemst í úrslit keppninnar en þar mæta hann Menntaskólanum í Reykjavík á miðvikudaginn í næstu viku.

Í liði FG eru Helga Margrét Höskuldsdóttir, Tómas Geir Howser Harðarson og Jara Kjartansdóttir.

Og í liði MR eru Atli Freyr Þorvaldsson, Jón Kristinn Einarsson og Kristín Káradóttir.

Screen Shot 2015-03-05 at 10.10.54

Það var verða því þrír strákar og þrjár stelpur sem etja kappi í úrslitunum á miðvikudag.

Í september árið 2013 var ákveðið að kynja­kvóti yrði í Gettu bet­ur vor­in 2015 og 2016.

Ákvörðun um þetta var tek­in fundi stýri­hóps keppn­innar en þar sitja full­trú­ar þeirra fjög­urra mennta­skóla sem kom­ast í undanúr­slit í síðustu keppni ásamt full­trú­um Rík­is­út­varps­ins. Sam­kvæmt nýja fyr­ir­komu­lag­inu mega aldrei vera fleiri en tveir af sama kyn­inu í liðum skól­anna, en í hverju liði eru þrír þátt­tak­end­ur.

Verzlunarskóli Íslands var eini skólinn sem studdi ekki tillöguna á sínum tíma. Úlfur Þór Andrason, þáverandi formaður Málfundafélagsins í skólanum, sagðist í samtali við Vísi skilja að það væru rök með og á móti tillögunni.

Við ákváðum að leggjast gegn þessu einfaldlega vegna þess að við teljum þetta ekki þjóna hag stelpna sem komast inn í liðin. Við erum ekki bara að hugsa um eigin hag, við vorum að taka inn stelpu sem liðsstjóra sem þýðir að hún verður komin inn í liðið eftir eitt ár. Nú er það þannig fyrir hana komið að hún verður þekkt sem kvótastelpan. Þetta finnst okkur ekki þjóna tilganginum.

Þá var blásið til málþings um kynjakvóta í Gettu betur í Norðurkjallara Menntaskólans í Hamrahlíð. Í frétt RÚV kom fram að skoðanir nemenda væru skiptar.

Þórgnýr Einar Albertsson liðsmaður MH í Gettu betur sagðist þá vera hlynntur kynjakvóta því hann vill ekki að stelpum sé haldið utan við spurningakeppninga.

„Það er búið að reyna hér um bil allt til að gera þetta opnara, og reyna að brjóta niður þennan kúltúr sem strákakúltúr en það hefur ekkert gengi. Þetta er gott lokaúrræði sem tímabundin neyðarlausn,“ sagði hann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing