Auglýsing

Jóhanna María biður ferðamenn að hætta að misnota íslenskan landbúnað og láta dýrin hennar í friði

Jóhanna María Sigmundsdóttir, bóndi og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, er komin með nóg af því hvernig ferðamenn umgangast íslenskan landbúnað. Hún hefur því gripið til þess ráðs að skrifa opna færslu á Facebook á ensku í von um að ná til þeirra sem ætla að ferðast um landið á næstunni.

Í færslunni segist hún oft hafa þurft að hafa afskipti af ferðamönnum við bæinn sinn og jafnvel reka þá í burtu og með færslunni vill hún útskýra af hverju. „Ég vil virkilega ekki þurfa að vera einn af þessum bændum sem þurfa að fá sér stór skilti á jörðina mína og öryggismyndavélar bara til að vera viss um að dýrin mín hafi það gott,“ skrifar Jóhanna.

Jóhanna tekur nokkur dæmi um hegðun ferðamanna við bæinn hennar. Síðasta sumar var hún með nokkur hross í girðingu á jörðinni. Einn daginn ákváðu nokkrir ferðamenn að fljúga dróna yfir dýrunum og létu hann taka dýfur niður að þeim með þeim afleiðingum að hrossin hlupu hrædd í burtu.

Þessir ferðamenn voru að hræða hrossin mín, bara svo þeir gætu snúið aftur úr fríinu á Íslandi með fallegar myndir.

Hún bendir ferðamönnum næst á að jafnvel þó að hestarnir séu rétt við veginn, innan seilingar fyrir þá sem eiga þar leið hjá, sé það ekki hlutverk ferðamannanna að gefa þeim að borða. Hún sjái um það sjálf og gefi þeim fæði við hæfi.

Jóhanna segist vita til þess að ferðamenn hafi gefið hestunum samlokur, súkklaði og smákökur og það sé alls ekki í lagi. Hún bendir á að margt sem ferðamenn hafi gefið hestunum hennar geti gert þá veika þar sem þessi matur henti ekki meltingarkerfi þeirra.

Hún biður að lokum ferðamenn að misnota ekki íslenskan landbúnað, bara svo þeir geti upplifað ævintýri hér á landi eða náð fullkomnu myndinni. „Þú hefur fjölmörg tækifæri til að upplifa ævintýri án þess,“ skrifar Jóhanna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing