Leikarinn Jóhannes Haukur virðist hafa bundið hnút á stóra dekkjamálið í kjölfar auglýsingar Dekkverks í Kópavogi fyrir West Lake harðkornadekkin. Jóhannes segir að konur hafi verið hlutgerðar allt of lengi og biður fólk um að hætta því. Þetta kemur fram á Facebook-síðu leikarans.
Sjá einnig: Kvörtunum rignir yfir dekkjaverkstæði í Kópavogi, auglýsing átti ekki að móðga neinn
„Þetta er mjög einfalt en margir sem virðast ekki sjá þetta nógu skýrt. Þarna er verið að nota kvenmanslíkama til að selja dekk, plain and simple,“ segir Jóhannes Haukur.
Jú í fyrra var karlmannslíkami en á þeirri mynd var taglína sem vísaði í styrk. Sumsé eins og þessi karlmannslíkami eru dekkin sterk. Þetta er mjög mikilvægt í samhenginu.
Jóhannes segir að auglýsingin með kvenlíkamanum, sem birtist í dag, hafi verið samhengislaus — bara líkami og skilaboð um að kaupa dekk. „Þetta er vissulega, og ég leyfi mér að segja óneitanlega, kjánalegt og hallærislegt. Ábendingar þess efnis hafa komið fram í dag, eðlilega,“ segir hann og bætir við að viðbrögðin hafi verið allt annað en yfirveguð.
„Úthrópanir og fordæmingar. Þetta gerist iðulega þegar bent er á sexisma, og það er orðið ansi þreytt,“ segir hann.
Jóhannes segir spurninguna „Má ekki neitt?“ vera vinsæla og bætir við að stutta svarið sé að ansi margt megi. „En það sem ekki má og hefur verið gert allt allt of lengi er að hlutgera konur, að senda þau skilaboð út í samfélagið að verðleikar kvenna séu fyrst og fremst fólgnir í útliti þeirra og kynþokka,“ segir hann.
„Við nennum þessu ekki lengur. Hættiði þessu bara. Plís. Þetta er ekkert smámál, eða eitthvað sem skiptir engu máli, þetta skiptir bara heilmiklu máli.
Og þetta er ekki til umræðu, það er búið að ákveða þetta. Takk.“
Sjáðu færslu Jóhannesar Hauks hér fyrir neðan.
Sko, ég er búinn að fara yfir þetta dekkjamál. Þetta er mjög einfalt en margir sem virðast ekki sjá þetta nógu skýrt. Þ…
Posted by Jóhannes Haukur Jóhannesson on Tuesday, December 1, 2015