Auglýsing

Jóhannes Haukur leikur í mynd með Charlize Theron og John Goodman

Jóhannes Haukur fer með hlutverk í myndinni The Coldest City eftir David Leitch. Charlize Theron og James McAvoy fara með hlutverk í myndinni og talið er að John Goodman muni einnig fara með stórt hlutverk. Soundvenue fjallar um myndina.

Sjá einnig: Jóhannes Haukur landar hlutverki í Game of Thrones

Jóhannes birti þessa mynd af sér á og danska leikaranum Rolaand Møller í gær. Þeir eru staddir á byssuæfingu fyrir myndina í Búdapest í Ungverjalandi og miðað við kassamerkið fara þeir með hlutverk njósnara á vegum KGB.

Myndin fjallar um útsendara MI6 sem er sendur til Berlínar í kaldastríðinu til að rannsaka morð á kollega sínum og finna lista yfir svikara. Jóhannes Haukur er ekki eini Íslendingurinn sem kemur að myndinni því samkvæmt IMDB.com klippir Elísabet Ronaldsdóttir hana.

Jóhannes Haukur er einnig búinn að landa hlutverki í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, eins og Nútíminn greindi frá á dögunum.

Hann birtist í tveimur þáttum í sjöttu þáttaraðar Game of Thrones en ekki er vitað hvert hlutverk hans er. Búast má við að sjötta þáttaröðin verði frumsýnd næsta vor. Game of Thrones er á meðal vinsælustu þáttaraða heims og vinsældirnar hafa vaxið jafnt og þétt.

Tæplega sjö milljónir Bandaríkjamanna fylgdust að jafnaði með fimmtu þáttaröð samanborið við tvær og hálfa milljón sem fylgdust að jafnaði með fyrstu þáttaröð.

Þættir í Game of Thrones hafa verið teknir upp hér á landi ásamt því að kraftakarlinn Hafþór Júlíus er orðinn heimsfrægur eftir að hafa farið með hlutverk Fjallsins.

Loks áttu meðlimir Sigur Rósar innkomu í fjórðu þáttaröð þar sem sveitin spilaði sína útgáfu af þjóðlagi úr þáttunum sem heitir The Rains of Castamere.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing