Auglýsing

John Oliver pakkar bandarískum stjórnvöldum saman

Lítið er vitað um notkun bandarískra stjórnvalda á drónum. Það er að vísu vitað að þeir eru notaðir í hernaði en hvaða áætlun bandaríski herinn fylgir í þeim efnum er á huldu.

John Oliver, sem hitti naglann rækilega á höfuðið í síðustu viku þegar hann setti fegurðarsamkeppnina Miss America í hakkavélina, skoðaði stefnu bandarískra stjórnvalda í notkun á drónum í þætti sínum Last Week Tonight á HBO í gær.

Hann komst að til dæmis að því að drónaárásir Bandaríkjanna hafa orðið til þess að fólk í Mið-Austurlöndum óttast heiðskýran himin, þar sem drónar eru ekki notaðir þegar það er skýjað.

Í mögnuðu innslagi um dróna pakkar John Oliver bandarískum stjórnvöldum saman með húmor og hispursleysi. Þið verðið að horfa á þetta:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing