Auglýsing

John Oliver rústar ótrúlegum lögum um eignaupptöku

Að birta fréttaskýringar úr þættinum Last Week Tonight með John Oliver er orðinn vikulegur viðburður.

Þættirnir fara í loftið á sunnudagskvöldum á sjónvarpsstöðinni HBO og í hverjum þætti tekur Oliver fyrir mál og afhjúpar það með blöndu af húmor og staðreyndum.

Í gær tók John Oliver fyrir ótrúleg lög í Bandaríkjunum sem leyfa lögreglunni að gera hluti og peninga upptæka án þess að málið fari fyrir dómstóla. Lögreglan í Bandaríkjunum gerir milljarða upptæka í reiðufé á hverju ári ásamt húsum, bílum og öðru.

Þá þarf lögreglan ekki að útskýra hvernig peningarnir sem eru gerðir upptækir eru notaðir. Peningarnir hafa því oft verið notaðir til að kaupa „leikföng“, eins og ein löggan orðar það í myndbandinu.

Þetta er mögnuð fréttaskýring. Horfið frá upphafi til enda:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing