Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson er kominn aftur í grunnbúðir fjallsins K2 eftir að hafa komist á tind fjallsins í gær, fyrstur Íslendinga.
Gangan niður gekk nokkuð greiðlega en hann var fyrstur úr hópnum sem gekk saman á fjallið að komast í grunnbúðirnar. Með göngunni safnaði John Snorri áheitum til styrktar Líf styrktarfélagi sem styður Kvennadeild Landspítalans.
John Snorra mun nú hvílast áður en hann heldur af stað í 63 kílómetra göngu, úr grunnbúðum og niður í bæinn Asol. Sú ganga tekur fimm til sex daga. Hægt er að fylgjast með Snorra á Facebook-síðunni Lífsspor á K2.