Auglýsing

Jón Daði dvaldi á sjúkrahúsi í vikunni og útskýrði málið á Twitter: „Verkur sem ég vil aldrei upplifa aftur“

Fótboltakappinn Jón Daði Böðvarsson dvaldi á spítala í einn og hálfan dag í vikunni með mikla kviðverki. Þetta kom fram í tísti sem Jón Daði birti á Twitter til að útskýra fjarveru sína úr lið Reading í gær.

Reading mætti Sheffield Wednesday í ensku 1. deildinni í gær og tapaði með einu marki gegn tveimur. Athygli vakti að Jón Daði var ekki í leikmannahópnum en hann útskýrði fjarveru sína á Twitter í gærkvöldi.

„Ég vaknaði á miðvikudagsmorgun með hræðilegan verk í kviðnum,“ útskýrði Jón Daði. „Ég þurfti að dvelja á spítala í einn og hálfan dag. Þetta var verkur sem ég vil aldrei upplifa aftur en til allrar lukku þá var heilbrigðisstarfsfólkið frábært og mér líður vel í dag.“

Jón Daði segist vera kominn aftur á ról. „Og ég er heilbrigður sem er það mikilvægasta.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing