Auglýsing

Jón Gnarr: „Ég stóð mig alveg gríðarlega vel“

Blaðamaðurinn Jón Júlíus Karlsson veltir upp spurningunni hvort Jón Gnarr hafi í raun verið borgarstjóri Reykjavíkur þegar hann gengdi stöðunni í lokaverkefni sínu til MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.

Eins og Nútíminn greindi frá í morgun er Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi á meðal viðmælanda Jóns Júlíusar í ritgerðinni. Ólíkt öðrum viðmælendum þá telur Júlíus Vífill að Jóni hafi ekki farnast vel í stjórnun borgarinnar.

Júlíus Vífill sagði meðal annars að starf borgarstóra hafi verið of flókið fyrir Jón:

Ef ég á að líta á störf hans í heild sinni þá náttúrulega skorti þann þátt þessa embættis sem að lítur að stjórn borgarinnar. […] Jón var veikur stjórnmálaleiðtogi, gerði ekki skýrar línur sem rekstrarlegur leiðtogi þar sem embættismenn tóku yfir starfsskyldur hans.

Í ritgerðinni kemur einnig fram að Jón Gnarr telur sjálfur að hann og Besti flokkurinn hafi náð frábærum árangri í borginni.

„Ég stóð mig alveg gríðarlega vel,“ sagði Jón.

„Ég er líklega einn af albestu borgarstjórum Reykjavíkur. Mér tókst að stýra þessum flóknu og erfiðu þáttum starfsins sem eru aðallega fjármál og mannaforráð og síðan þessari ímynd um að vera sameiningartákn og andlit borgarinnar. Mér fannst ég ráða mjög vel við það allt saman.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing