Auglýsing

Jón Gnarr fær loksins að heita Jón Gnarr

Nafnabreyting Jóns Gnarr, úr Jón Gnarr Kristinsson í einfaldlega Jón Gnar, verður samþykkt af dómara í Bandaríkjunum eftir helgi. Þetta segir Jón á Facebook-síðu sinni.

Sjá einnig: Jón Gnarr lék á mannanafnanefnd

Jón segist hafa fengið tilkynningu þess efnis í dag að hann megi mæta til dómara eftir helgi vegna nafnabreytinar.

Hann mun þá samþykkja umsókn mína um að breyta nafninu mínu úr Jón Gnarr Kristinsson í Jón Gnarr. Þetta er mjög einfalt og skýrt ferli og ekki flókið, öfugsnúið, niðurlægjandi og kjánalegt eins og heima.

Jón dvelur nú í Houston í Texas eins og Nútíminn hefur greint frá. Hann segist hafa þurft að gera grein fyrir ástæðu og að helsta ástæða sín sé að Kristinsson eftirnafnið skapi óþægindi fyrir sig þar sem hann starfar og er þekktur undir öðru nafni.

„Það er fallist á þau rök. Eina skilyrðið fyrir nafnabreytingu hér er að nafnið sé ekki augljóslega fáránlegt. Nöfn eins og Hand Lotion, Adolf Hitler, Nissan Primera eða Motherfucker Johnson mæta kerfislegri fyrirstöðu og ólíklegt að dómari fallist á þau,“ segir Jón.


„Fæstir leggja því í þá vinnu og þann kostnað sem fylgir svona umsókn. Einnig er fyrirvari við því að fólk taki sér nafn sem gæti valdið misskilningi eins og til dæmis ef fólk vill heita sama nafni og einhver frægur. Annars er þetta opið.

Jón segist ekki vita hvernig þetta kemur út hjá íslenskum yfirvöldum.

„Það væri náttúrlega eftir öllu að þau neiti að viðurkenna þetta. Það mundi ekki gera neitt fyrir neinn og aðeins skapa frekari óþægindi fyrir mig og fjölskyldu mína,“ segir hann.

„Þegar ferlinu hér er lokið mun ég birta upplýsingar og leiðbeiningar fyrir þá aðra sem vilja fara sömu leið. Og ég mun líka láta vita, þegar að því kemur, hvernig þetta kemur út á Íslandi. To be continued…“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing