Auglýsing

Jón Gnarr í The Late Late Show

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, verður gestur Craig Ferguson í spjallþættinum The Late Late Show fimmtudaginn 31. júlí.

 

The Late Late Show er hugarfóstur spjallþáttakóngsins David Letterman og hefur verið á dagskrá frá árinu 1995. Craig Ferguson hefur stýrt þættinum frá árinu 2005 og hyggst hætta í lok árs. Ferguson virðist vera mikill áhugamaður um Ísland og grínast hér með þjóðhátíðardaginn landsins:

https://www.youtube.com/watch?v=IUb_98-PzEQ

Jón Gnarr kynnir bók sína Gnarr: How I Became the Mayor of a Large City in Iceland and Changed the World. Hann verður ekki eini gestur þáttarins en Modern Family-stjarnan og hárbróðir Jóns, Jesse Tyler Ferguson, mætir einnig á svæðið. Hann leikur Mitchell Pritchett í Modern Family.

Uppfært 1. ágúst 2014. Hér má sjá Jón í þætti Ferguson:

http://youtu.be/WvkPf5ksiAM?t=24m4s

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing