Breska dagblaðið The Guardian birtir viðtal við Jón Gnarr á vef sínum í dag í tilefnu af útgáfu bókar hans, Gnarr! How I Became the Mayor of a Large City in Iceland and Changed the World. Jón fer um víðan völl í viðtalinu og er meðal annars spurður út í forsetaframboð:
Ég hef allt til brunns að bera, nema ég trúi ekki á Guð. Ég myndi vilja tala um trúarskoðanir mínar og ég er ekki viss um að það sé viðeigandi fyrir forseta að neita að hitta páfann. Fáum konu í embættið og ég skal hitta hana.
Blaðakonan Emma Brockes spyr Jón einnig út í grínið, sem hún segir hans leið til að takast á við hlutina. Jón segir að allir sem til þekktu hafi vitað að Georg Bjarnfreðarson sé byggður á föður hans en bætir við að faðir sinn hafi aldrei talað um það.
„Þegar ég var í fyrsta sketsaþættinum mínum í sjónvarpi spurði ég pabba hvort hann hafi séð þáttinn,“ segir Jón. „Hann svaraði játandi. Ég spurði þá hvað honum fannst og hann svaraði: „Þetta er áhugavert. Þetta á að vera fyndið, er það ekki?“ Ég sagði já. Þá sagði hann: „Nú jæja, það mistókst algjörlega.““