Auglýsing

Jón Gnarr svarar prestunum

Jón Gnarr fékk mikil viðbrögð við grein sinni, Guð er ekki til, sem hann birti í Fréttablaðinu fyrir viku. Hann var meðal annars gagnrýndur fyrir alhæfinguna sem felst í fyrirsögninni og séra Sigurður Árni sagði hann hafa hvorki siðferðilegan né vitsmunalegan rétt.

„Bæði hann, séra Bjarni Karlsson og fleiri virðast líka þeirrar skoðunar að ekki megi gera grín að trú fólks. Það þykir mér raunverulega hættulegt viðhorf. Erum við örugglega ekki að grínast með það?“ segir Jón í nýrri grein í dag þar sem hann svarar gagnrýninni.

„Varðandi mannréttindi þá held ég varla að ég þurfi að tíunda allt það óréttlæti og mannréttindabrot sem framin eru í heiminum í nafni trúarbragða,“ skrifar Jón.

Reglulega fara fram mótmælagöngur í Frakklandi og víðar til að mótmæla samkynhneigðum. Þar eru áhrif trúar og kennisetninga mjög áberandi. Þeir sem sjá það ekki vilja bara einfaldlega ekki sjá það.

Þá segir hann stöðu kvenna annað dæmi.

„Mér og mörgum öðrum finnst trúarbrögðin gjarnan gera lítið úr konum og setja þær skör lægra en karlmenn. Þetta staðfestist hræðilega með afstöðunni til fóstureyðinga.“

Jón bendir á að séra Sigurvin Jónsson, prestur í Neskirkju, gerði grein hans að umtalsefni í prédikun sinni 15. febrúar síðastliðinn og sagði meðal annars: „Hugmyndin um persónulegan Guð er ekki fjarlæg og óskynsamleg, heldur aðgengileg öllum sem eru fús að leita hans í bæn.“

Jón sakar Sigurvin um að snúa út úr og svara alhæfingu með annarri alhæfingu.

„En það er líka verið að hæðast að minni sögu og gera lítið úr minni lífsskoðun. Það skipti engu máli hvað mér finnst því guði finnst annað og eina ástæðan fyrir að ég hafi ekki fundið hann sé að ég sé rati og hafi ekki leitað nógu vel,“ skrifar Jón.

Grein hans má lesa hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing