Auglýsing

Jon Hamm hámar í sig Siggi’s Skyr í morgunmat: „Ég reyni að borða ekki rusl, skilurðu“

Leikarinn Jon Hamm borðar skyr í morgunmat. Nánar tiltekið hið víðfræga Siggi’s Skyr. Þetta kemur fram í viðtali við leikarinn á vefmiðlinum Bon Appétit.

Ótrúleg saga Sigurðar Kjartans Hilmarssonar, sem stofnaði Siggi’s Skyr fyrir rúmum áratug og seldi fyrirtækið á dögunum fyrir milljarða, hefur vakið mikla athygli. Franski mjólkurrisinn Lactalis keypti á dögunum The Icelandic Milk and Skyr Corporation sem framleiðir Siggi’s Skyr og amkvæmt Fréttablaðinu var söluverðið í kringum 300 milljónir dala.

Jon Hamm er eflaust þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Jon Draper í þáttunum Mad Men. Hann borðar hollan mat og segir í viðtalinu að dagarnir þar sem hann gat skóflað í sig sex kleinuhringjum séu taldir. „En ég fæ mér samt kleinuhring við og við. Þegar ég vil tríta mig,“ segir hann.

Sjá einnig: Þegar Mjólkursamsalan ætlaði að kæra Siggi’s Skyr fyrir að kalla skyrið sitt skyr

Spurður út í morgunmatinn sinn segir hann að skyrið, sem hann kallar reyndar jógúrt, frá Siggi’s sé mjög gott og ekki of súrt. „Ég blanda yfirleitt hindberjum eða bláberjum saman við og smá granóla,“ segir hann.

Og ef ég hef tíma þá steiki ég egg og beikon. Ég vil fá eitthvað í magann á morgnanna vegna þess að eingöngu kaffi getur verið svolítið erfitt.

Jon segist borða eins ferskt og hann getur. „Ég reyni að borða ekki rusl, skilurðu,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing