Áfram bætist við dagskránna á Þjóðhátíð í Eyjum. Í vikunni var tilkynnt um að þeir Jón Jónsson og Sverrir Bergmann komi fram á hátíðinni í ár. Sverrir mun koma fram ásamt hljómsveitinni Albatross á sunnudagskvöldvökunni ásamt Agli Ólafs og Svölu Björgvins.
Sverrir Bergmann kom fram á sinni fyrstu Þjóðhátíð árið 2001 með hið sígilda Án Þín sem er síðan þá orðinn fastur þáttur í einstakri syngja-með-stemningu í Herjólfsdal en hátíðin í ár er sú ellefta í röð hjá Sverri. Jón Jónsson kom fram á sinni fyrstu Þjóðhátíð árið 2011.
Þá munu drengirnir í FM95BlÖ einnig koma fram á hátíðinni í ár en frá því er greint á vef Vísis. Á laugardagskvöldinu mun Sverrir Bergmann koma fram með þeim Auðunni Blöndal, DJ Muscleboy og rándýrum leynigestum.
Sverrir Bergmann kom fram á sinni fyrstu Þjóðhátíð árið 2001 með hið sígilda Án Þín sem er nú orðið fastur liður á hátíðinni. Hátíðin í ár er sú ellefta í röð hjá Sverri. Jón Jónsson kom fyrst fram á Þjóðhátíð árið 2011.
Dagskráin verður fullmótuð í lok júní en enn á eftir að staðfesta nokkur atriði.