Hljómsveitin Jonas Brothers var að gefa út nýtt efni í fyrsta skipti í rúm fimm ár. Það eru góðar fréttir fyrir aðdáendur hljómsveitarinnar sem hætti í lok ársins 2013. Lagið sem þeir voru að gefa frá sér heitir„Sucker“ og fjallar um það hversu dolfallnir þeir eru yfir konunum í lífi sínu. Hljómsveitin samanstendur af bræðrunum Nick Jonas, Joe Jonas og Kevin Jonas. Í tónlistarmyndbandinu fyrir nýja lagið er einnig að finna ástkonur þeirra bræðra þær Priyönku Chopra Jonas, Sophie Turner og Danielle Jonas.
#SuckerVideo is officially out! We really had the best time shooting this video in England with our family. Hope you guys love it. Feels good to be back ?https://t.co/GhiRS1aISq pic.twitter.com/8FngHk3qcb
— Jonas Brothers (@jonasbrothers) March 1, 2019
Jonas Brothers skutust hratt upp á stjörnuhimininn þegar þeir fóru með aðalhlutverkið í Disney framhaldsmyndunum „Camp Rock“ og gáfu út tónlist á vegum Colombia Records og Hollywood Records. Á tímabili voru bræðurnir líka með sína eigin sjónvarpsþætti á Disney Channel sem báru einfaldlega heitið „Jonas“.
Það verður gaman að fylgjast með þeim bræðrum í framhaldi endurkomunnar.